Finnsk kryddkaka
Á dögunum setti ég inn mynd á fasbókina af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og þessa líka fínu köku. Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.
— ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR — FINNLAND — KRYDDKAKA — ANANAS —
.
Finnsk kryddkaka
1 og 1/2 b hveiti
1 b sykur (nota 1/2)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/4 tsk salt
1 dós ananas bitar með safanum (ca 350 g dós)
1 egg
6 msk matarolía.
Allt hrært varlega saman og hellt í smurt form. Deigið á að vera frekar blautt.
Blandið saman 3 msk hveiti og 3 msk púðursykur og stráið yfir deigið – og muldar hesilhnetur bæta enn um betur.
180°C í 40-45 mín – borin fram vel volg og mikið af þeyttum rjóma.
— ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR — FINNLAND — KRYDDKAKA — ANANAS —
.