Finnsk kryddkaka

Þórunn björnsdóttir kryddkaka finnland ananas
Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.

Finnsk kryddkaka

Á dögunum setti ég inn mynd á fasbókina af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og þessa líka fínu köku. Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRFINNLANDKRYDDKAKAANANAS

.

Á dögunum setti ég inn mynd af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti ? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og finnsku kryddkökuna góðu.

Finnsk kryddkaka

1 og 1/2 b hveiti
1 b sykur (nota 1/2)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/4 tsk salt
1 dós ananas bitar með safanum (ca 350 g dós)
1 egg
6 msk matarolía.

Allt hrært varlega saman og hellt í smurt form. Deigið á að vera frekar blautt.
Blandið saman 3 msk hveiti og 3 msk púðursykur og stráið yfir deigið – og muldar hesilhnetur bæta enn um betur.
180°C í 40-45 mín – borin fram vel volg og mikið af þeyttum rjóma.

Finnsk kryddkaka sem mamma Þórunnar bakaði oft í den.

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRFINNLANDKRYDDKAKAANANAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Silva – fagurgrænn og stórfínn staður

SILVA í Eyjafjarðarsveit. Fyrsta skipti sem ég smakkaði ferskan engifersafa var á Silvu fljótlega eftir að staðurinn opnaði - ég gleymi því aldrei. Kristín tók ráðin í sínar hendur eftir að heilsu hennar fór að hraka, fór á námskeið um áhrif matar, fór í heilsuskóla og eftir að hafa náð heilsu á ný (með hollu og góðu grænmeti) opnaði  hún Silvu árið 2012, og nokkrum árum seinna var farið að bjóða upp á gistingu.

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017. Út er kominn kökubæklingur Nóa Síríus, sá tuttuguasti í röðinni. Mér hlotnaðist sá heiður að sjá um hann í ár. Það er bæði vandasamt og mikil áskorun að undirbúa bækling sem fer svo víða og stór hluti þjóðarinnar safnar og notar ár eftir ár. Fjölmargir lögðu hönd á plóg, gáfu góð ráð, smökkuðu og annað slíkt - kann ég öllum mínar bestu þakkir. Til að auka fjölbreytnina enn frekar var haldin uppskriftasamkeppni, úr mörgum uppskriftum voru þrjár valdar og fá sigurvegararnir góðgætiskörfur frá Nóa Síríus.

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017

Tíu vinsælustu gestabloggararnir 2017. Eitt af markmiðum ársins var að birta uppskriftir frá 52 gestabloggurum, þetta gekk eftir og er ég öllu þessu fólki óendanlega þakklátur. Allir höfðu frjálsar hendur. Sumir völdu að halda matarboð á meðan aðrir útbjuggu góðgæti og framreiddu á annan hátt. Það getur vel verið að leikurinn haldi áfram eitthvað fram eftir nýju ári #þaðerbarasvoskemmtilegtaðbjóðasérímatareðakaffiboðogenginleiðaðhættaþví

Hér er topp tíu yfir mest skoðuðu gestabloggarana árið 2017: