Finnsk kryddkaka

Þórunn björnsdóttir kryddkaka finnland ananas
Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.

Finnsk kryddkaka

Á dögunum setti ég inn mynd á fasbókina af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og þessa líka fínu köku. Finnsk kryddkaka með ananas sem mamma Þórunnar bakaði oft „hér í den” en hún er aðeins búin að betrumbæta.

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRFINNLANDKRYDDKAKAANANAS

.

Á dögunum setti ég inn mynd af potti og spurði: Hvað sýður hér í potti ? Þórunn vinkona mín var fyrst til að giska á að ég væri að sjóða kæfu. Hún fékk kæfu að launum og bauð okkur í kaffi og finnsku kryddkökuna góðu.

Finnsk kryddkaka

1 og 1/2 b hveiti
1 b sykur (nota 1/2)
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/4 tsk salt
1 dós ananas bitar með safanum (ca 350 g dós)
1 egg
6 msk matarolía.

Allt hrært varlega saman og hellt í smurt form. Deigið á að vera frekar blautt.
Blandið saman 3 msk hveiti og 3 msk púðursykur og stráið yfir deigið – og muldar hesilhnetur bæta enn um betur.
180°C í 40-45 mín – borin fram vel volg og mikið af þeyttum rjóma.

Finnsk kryddkaka sem mamma Þórunnar bakaði oft í den.

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIRFINNLANDKRYDDKAKAANANAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.

Borðum OMEGA 3

Valhnetur Omega 3

Borðum OMEGA 3. Ætli megi ekki segja að lax, valhnetur, chiafræ og hörfræ séu bestu omega 3 gjafarnir. Þannig þarf ekki nema 114 g af soðnum laxi og 1/4 b af valhnetum til að líkaminn fái daglega nægju sína.