Kaffihlaðborð í anda Djúpmannabúðar

Álfhildur Jónsdóttir og Þór Helgason önundarfjörður ísafjörður djúpmannabúð mjóifjörður kaffihlaðborð greiðasala konfektterta marengs marengsterta rommkúluterta brauðterta vanilluterta brún lagkakarækjubrauðterta dísudraumur rommkúlur kaffiboð kaffiveisla
Bakstur og eldamennska liggur vel fyrir Álfhildi og hún fræg fyrir sínar tertur. Kona ein hafði á orði “Já Álfhildur! hún er Hnallþóra Vestfjarða”

Kaffihlaðborð í anda Djúpmannabúðar

Á Ísafirði búa heiðurshjónin Álfhildur Jónsdóttir og Þór Helgason, hún Önfirðingur og hann Ísfirðingur. Frá 1994-1999 rak Álfhildur Djúpmannabúð innst í Mjóafirði og muna margir eftir kökuhlaðborðinu þar um helgar og hve notalegt var að stoppa þar á ferðinni um Ísafjarðardjúp. Auk hlaðborðanna um helgar var þar almenn greiðasala, tjaldstæði, sjoppa og bensínafgreiðsla.
Álfhildur og Þór eru höfðingjar heim að sækja, gestrisin með eindæmum. Kaffiveitingarnar hefðu dugað fyrir 25-30 manns – við gerðum hvað við gátum að gera þeim góð skil. Allar veitingarnar voru í anda þess sem var á gullaldarárunum í Djúpmannabúð: Dísudraumur, brauðterta, marengsterta og konfektterta.

„Aðaltrixið hjá mér við allan bakstur er að hræra nógu lengi, mörgum þykir kannski of mikið verið að hræra, en þetta er gamla trixið frá mömmu minni 😊 Ég var bara smá stelpa þegar ég fékk að baka allt mögulegt heima hjá mömmu en hún var líka dugleg að leiðbeina mér.” segir Álfhildur.
#éggætiunniðviðaðfaraíkaffiboðoghittagottfólk

MJÓIFJÖRÐURKAFFIHLAÐBORÐÖNUNDARFJÖRÐURÍSAFJÖRÐURDÍSUDRAUMURMARENGSBRAUÐTERTURKONKEKTTERTUR

.

Álfhildur, Albert og Bergþór
Rommkúluterta
Rommkúluterta

Rommkúluterta

5 eggjahvítur (eggjahvíturnar stífþeyttar og sykur settur smám saman út í)
350 gr sykur
3,5 bolli Rice Krispies (aðeins mulið)
2 tsk. lyftiduft

Eggjahvítur eru stífþeyttar fyrst, svo er sykri bætt smátt og smátt útí meða þeytt er áfram, Rice Krispies set ég í plastpoka og myl það með því að íta á pokann með höndunum við borð, svo set ég lyftiduftið út í pokann og hristi vel saman áður en ég set það saman við eggjahvítur/sykur mix. Botnana er hægt að geyma eftir að þeir eru orðnir kaldir í marga daga í plastpoka á þurrum stað.

Krem:
1 dl rjómi
110 g Rommkúlur
100 g Rjómasúkkulaði
2 eggjarauður

Rjómi settur í pott, Rommkúlur og súkkulaði látið bráðna í við miðlungs hita.
Eggjarauðurnar settar í hrærivél og þeyttar vel og blandan látið renna rólega út í meðan þeytt er.

Innan í tertuna er þeyttur rjómi ca. 500 ml.
30 stk. Rommkúlur saxaðar hrærðar út í rjómann.

Samsettning á tertunni:
-botn
–smá krem
–rjómi með rommkúlum í
–þunnt lag af auka rjóma smurt ofan á
–stráð ofan á smávegis af Daim kurli
–botn ofan á þetta
-Rommkúlukrem trussað yfir kökuna og skreytt t.d. með jarðaberjum á hliðarnar.

Konfektterta
Konfektterta

Konfektterta

3 eggjahvítur (eggjahvítur stífþeyttar fyrst, flórsykur settur smátt og smátt útí, og áfram hrært)
105 gr flórsykur
105 gr kókosmjöl (sett í með sleif þegar búið er að þeyta hitt saman)

Botninn bakaður í 20 mín á 180°C í hringformi.

Krem:
60 g smjörlíki og 75 g suðusúkkulaði brætt saman við lágan hita í potti (má ekki fara heitt út í hræruna)
3 eggjarauður
45 g flórsykur (þeytt vel saman, og svo er súkkulaði blandan sett varlega saman við og kælt aðeins áður en það er sett ofan á kökubotninn)

Glæsilegt að raða konfekt molum ofan á þessa köku og eins gott að hafa þeyttan rjóma með en má líka sleppa því ef það er rjómaterta líka á borðinu.

Brún lagkaka

Brún lagkaka

(Þessi uppskrift er í 4 stórar ofnskúffur)
910 g hveiti
500 g sykur
500 g smjörlíki
6 egg
4 tsk lyftiduft
1-1/4 tsk natron
5 msk kakó
4 tsk negull
5 tsk kanill
1/2 tsk salt.
Mjólk
Hrært saman á hefðbundinn hátt.
Bakað í fjórum ofnskúffum við ..°C í um ..mín.
Látið kólna

Hún er bökuð við ca. 18-20 mín. Við 180°C

Smjörkremið er svolítið ónákvæmt hjá mér, ca. 500 gr. amjörlíki og ca. 800 gr. flórsykur og svolítið vel af vanilludropum (áreiðanlega 4-5 matskeiðar).

Smörlíkið er haft mjúkt haft á borði yfir nótt, þeyttist mjög lengi, flórsykur smátt og smátt útí, vanilludropar í restina á hræringunni þegar þetta er farið að lyfta sér vel.

 

Dísudraumur

Dísudraumur

1 svampbotn
1 hvítur marensbotn

Krem.
4 eggjarauður (rauður og flórsykur þeytt mjög vel saman, súkkulaðið sett útí varlega)
Rúml 2 dl flórsykur
100 g Síríus suðusúkkulaði (súkkulaðið brætt má ekki vera heitt þegar það fer í eggjahræruna)

Þeyta allavega ¼ lítra rjóma sem settur er smátt og smátt út í kremið í ca. 5 skipti og haft í ísskáp á milli, þetta tekur í það minnsta 1 klst. þá verður kremið þykkt og fallegt.

Dísan sett saman:
-svampbotn örlítið bleyttur með safa
-krem þunnt lag
-þeytt rjómalag
-marens brotinn niður og raðað ofan á
-þeyttur rjómi
og kremið hjúpað yfir svolítið þykkt.

Vanilluterta

Vanilluterta

125 g smjörlíki
125 g sykur (hrært vel saman, bæta svo einni og einni eggjarauðu útí)
3 eggjarauður
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
Vanilludropar góður slurkur

Öllu hrært saman og þrýst í botninn á tveimur formum.

Rabarbarasulta smurð ofan á botnana ekki þunnt lag.

3 eggjahvítur (stífþeyta eggjahvíturnar)
125 g sykur (settur smátt og smátt út í eggjahvíturnar og hrært á meðan)
100 g kókosmjöl (sett varlega útí með sleif )

Þessu er smurt ofan á rabarbarasultuna og bakað í 20 mín við 180°C

Brauðterta m/rækjum

Brauðterta m/rækjum

4 lög af brauði.
Rækjur þýddar í skál, hreinsaðar á sigti (alls ekki skola rækjuna þá tapast mikið bragð)
Harðsoðin egg
Majones

Magnið af hverju fyrir sig er bara smekksatriði.
Smyr brauðtertuna að utan með majonesi og þeyttum rjóma út í, skreytt að vild.

Hjónin Sædís Þórsdóttir og Gunnar Ingi Hrafnsson með Þór Helgasyni, föður Sædísar
Brauðterta m/rækjum
Rommkúluterta
Myndaalbúm úr Djúpmannabúð skoðað
#éggætiunniðviðaðfaraíkaffiboðoghittagottfólk

MJÓIFJÖRÐURKAFFIHLAÐBORÐÖNUNDARFJÖRÐURÍSAFJÖRÐURDÍSUDRAUMURMARENGSBRAUÐTERTURKONKEKTTERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.