
Gamaldags heilhveitibrauð
Sáraeinfalt lyftiduftsbrauð, sem tekur 5 mínútur að hræra í. Þægilegt og ljúffengt með t.d. heimalagaðri kæfu (aðeins meira en 5 mínútur að gera hana).
— BRAUÐ — HEILHVEITI — VEGAN — KÆFA — VÍNSTEINSLYFTIDUFT —
.

Gamaldags heilhveitibrauð
500 g heilhveiti
3 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
2 1/2 tsk salt
1/2 l haframjólk (eða ab-mjólk eða nýmjólk)
Blandið þurrefnunum í hrærivél og bætið mjólkinni við. Hrærið áfram þar til deigið er orðið jafnt. Setjið í jólakökuform með bökunarpappír. Bakið við 170°C í klukkutíma án blásturs.
— BRAUÐ — HEILHVEITI — VEGAN — KÆFA — VÍNSTEINSLYFTIDUFT —
.