Sírópskökur

Sírópskökur Skíðafélagskökur kristín bjarnadóttir ísafjörður kvennakór ísafjarðar Lu kex kanill síróp sýrópskökur
Stökkar, ljúffengar sírópskökur sem minna á Lu kex

Sírópskökur

Þessar kökur eru stökkar og ljúffengar og minna á Lu kex. Kristín Bjarnadóttir í Kvennakór Ísafjarðar er ein af þessum sem hefur bæði smekk og tilfinningu fyrir góðum mat og bakstri. Hún er reyndar líka sérfræðingur í að sjá veröldina björtum augum og mættum við mörg taka hana til fyrirmyndar í því efni. Kristín bakar sírópskökurnar oftast í kringum Skíðaviku og þá eru þær kallaðar Skíðafélagskökur, en auðvitað má baka þær hvenær sem er ársins. Kristín varð fúslega við því að gefa uppskriftina.

SÍRÓPSKÖKURÍSAFJÖRÐURKVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR

.

Sírópskökur

600 gr hveiti
400 gr sykur
2 tsk kanill kúfaðar
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
400 gr smjörlíki, við stofuhita
4 msk síróp kúfaðar
1 egg
vanilludropar u.þ.b. 1/2 glas.

Blandið þurrefnum vel saman með sleif í skál. Myljið smjörlíki saman við með höndum. Bætið síðast við sírópi, eggi og vanilludropum. Skiptið í sex hluta. Deigið er svolítið klesst, en það er í lagi. Búið til rúllur úr hverjum hluta, setjið tvær rúllur í einu á plötu með bökunarpappír og fletjið svolítið út með fingrum.

Bakið við 180-190°C með blæstri í u.þ.b. 15 mín. Skerið í bita meðan kökurnar eru heitar. Látið kólna vel áður en sett er í kökubox.

SÍRÓPSKÖKURÍSAFJÖRÐURKVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

D-vítamín

D-vitamin

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla. Nægjanlegt magn D vítamíns dregur úr bólgum.

Marokkóskur lambapottréttur

Marokkó lamb

Marokkóskur lambapottréttur. Þegar maður sér uppskriftir þar sem hráefnin eru tuttugu og sex þá flettir maður nú oftast yfir á næstu síðu eða hugsar ekkert meira um þetta. En..

Fyrri færsla
Næsta færsla