Humarsúpa
Steinunn Pétursdóttir hefur betrumbætt þessu undurgóðu rjómalöguðu humarsúpu eftir því sem hún hefur oftar verið löguð. Súpan var í forrétt í matarboði heima hjá Hrafnhildi og Jósef í Hnífsdal þar sem Steinunn og Birgir Jónsson hennar maður lögðu hönd á plóg í matseldinni og undirbúningi. Það var nostrað af mikilli alúð við súpuna. Í aðalrétt var hægeldaður lambahryggur og á eftir Ís Grand Marnier. Þessi súpa er bara einhver sú allra besta humarsúpa sem ég hef smakkað.
— HNÍFSDALUR — SÚPUR — HUMAR — FISKISÚPUR — HUMARSÚPUR —
.
Humarsúpa
Soð:
Humarskel
3 msk smjör eða smjörlíki
1 laukur (meðalstór)
5 hvítlauksgeirar, pressaðir
ca 2 msk tómatþykkni
ca 2 tsk paprika
1-2 tsk karrý
1/2 flaska hvítvín
Humarkraftur, væn skvetta
2 gulrætur
2 l vatn (þannig að fljóti yfir skeljarnar sem er búið að brúna)
piparkorn (svört)
kóríanderfræ
3 sveppatenginar
ca 2 msk kjúklingakraftur
ca 1 1/2 msk nautakraftur
Skeljar brúnaðar og kramdar. Vatnið látið þekja skeljarnar, allt sett saman við og soðið í tæpa tvo tíma.
Þá hefur vatnið soðið niður um helming.
Bæta ca 1 l vatni í.
Sigtið soðið
Þykkt með smjörbollu.
Bætið útí:
3 dl rjómi
1/2 dl koníak
smá saffran
Smakkið til.
Setjið humar út í rétt áður en súpan er borin fram.
Setjið súpuna á disk og þeyttan rjóma ofan á.
.
— HNÍFSDALUR — SÚPUR — HUMAR — FISKISÚPUR — HUMARSÚPUR —
.