Pignoli – hátíðlegar ítalskar smákökur
Pignoli eru undurgóðar, mjúkar að innan, en að utan eru ristaðar furuhneturnar stökkar og passa vel með kaffi eða eftirréttavíni yfir hátíðarnar. Njótið!
Pignoli-smákökur eiga sér langa sögu sögu, einkum á Sikiley og Suður-Ítalíu, en kökurnar eru taldar eiga uppruna sinn að rekja til Araba, sem höfðu talsverð áhrif á S-Ítalíu á miðöldum.
.
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — ÍTALÍA — FURUHNETUR — MARSIPAN —
.
Pignoli – hátíðlegar ítalskar smákökur
- 200 g marsípan
- 1dl sykur
- 2 eggjahvítur
- 1 tsk vanilludropar
- 150 g furuhnetur
- Flórsykur til að strá yfir.
Setjið marsípan (í sneiðum), sykur, eggjahvítur og vanillu í matvinnsluvél og blandið saman þar til deigið er slétt og vel blandað.
Búið til litlar kúlur, um það bil 3 cm í þvermál, úr deiginu. Veltið hverri kúlu í furuhnetum, þannig að þær þekji yfirborðið.
Raðið kúlunum á bökunarpappírsklædda plötu með smá millibili. Bakið á 175°C í um 15-20 mínútur eða þar til kökurnar eru gullbrúnar á toppnum og stökkar að utan en mjúkar að innan.
Látið kökurnar kólna og stráið flórsykri yfir áður en þær eru bornar fram.
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — ÍTALÍA — FURUHNETUR — MARSIPAN —
.