Pignoli – hátíðlegar ítalskar smákökur

pignoli ítalía furuhnetur smákökur jólasmákökur jólabakstur ítalskur matur marsípan
Pignoli eru undurgóðar, mjúkar að innan, en að utan eru ristaðar furuhneturnar stökkar og passa vel með kaffi eða eftirréttavíni yfir hátíðarnar. Njótið!

Pignoli – hátíðlegar ítalskar smákökur

Um daginn sá ég uppskrift að ítölskum smákökum sem ég hafði ekki séð áður og kallast Pignoli. Þær eru með marsípani og hjúpaðar furuhnetum. Nafnið kemur frá ítalska orðinu pigna, sem merkir furuhnetuklasi. Nafnið vísar því til furuhnetanna, sem eru annað aðalhráefnið í þessum smákökum.

Pignoli eru undurgóðar, mjúkar að innan, en að utan eru ristaðar furuhneturnar stökkar og passa vel með kaffi eða eftirréttavíni yfir hátíðarnar. Njótið!

Pignoli-smákökur eiga sér langa sögu sögu, einkum á Sikiley og Suður-Ítalíu, en kökurnar eru taldar eiga uppruna sinn að rekja til Araba, sem höfðu talsverð áhrif á S-Ítalíu á miðöldum.

.

SMÁKÖKURJÓLINÍTALÍAFURUHNETURMARSIPAN

.

Pignoli – ítalskar smákökur

Pignoli – hátíðlegar ítalskar smákökur

  • 200 g marsípan
  • 1dl sykur
  • 2 eggjahvítur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 150 g furuhnetur
  • Flórsykur til að strá yfir.

Setjið marsípan (í sneiðum), sykur, eggjahvítur og vanillu í matvinnsluvél og blandið saman þar til deigið er slétt og vel blandað.

Búið til litlar kúlur, um það bil 3 cm í þvermál, úr deiginu. Veltið hverri kúlu í furuhnetum, þannig að þær þekji yfirborðið.

Raðið kúlunum á bökunarpappírsklædda plötu með smá millibili. Bakið á 175°C í um 15-20 mínútur eða þar til kökurnar eru gullbrúnar á toppnum og stökkar að utan en mjúkar að innan.

Látið kökurnar kólna og stráið flórsykri yfir áður en þær eru bornar fram.

Hér er verið að mynda Pignoli smákökurnar fyrir jólablað Morgunblaðsins.
Jólablað Morgunblaðsins

SMÁKÖKURJÓLINÍTALÍAFURUHNETURMARSIPAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sólon í Bankastæti – stórfínn matur á fallegum stað á besta stað

Sólon í Bankastæti - stórfínn matur á fallegum stað og á besta stað. Það er ekki tilviljun að Sólon hefur öðlast fastan sess í veitingahúsaflóru borgarinnar. Í fyrsta lagi er staðsetningin ein sú besta, húsakynnin virðuleg með glæsilegum gluggum og lofti, innréttingarnar smekklegar og fallegar, ekkert yfirdrifið, bara nýtískulegt og smekklegt. Á stóra veggnum hangir Torfan, listaverk eftir Elísabetu Ásberg sem setur töff svip á staðinn.
Segja má að þetta sé millistaður, maturinn á viðráðanlegu verði, léttur en fallega framborinn og ljúffengur, engin „sýnishorn“. Sætin eru þægileg og jafngott að líta inn í hádegi eða að kvöldlagi. Hvarvetna sést út í iðandi mannlífið, sem fylgir okkar góðu erlendu gestum.

Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.