
Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi
Mikið lifandi ósköp sem góðar sítrónukökur eru ljúffengar – vanillusítrónusírópið toppar svo allt. Sítrónukökuna hef ég líka bakað í tertuformi og borið fram heila með þeyttum rjóma – hún er alltaf góð.
— SÍTRÓNUKÖKUR — VANILLA — BJÖRK JÓNSD —
.


Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi
4 egg
240 gr sykur
200 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 dl rjómi
100 gr smjör, brætt
börkur af 2 sítrónum
Hitið ofninn í 170°C
Þeytið egg og sykur þar til blandan verður ljós og loftkennd.
Bætið hveiti, lyftidufti, rjóma, smjöri og sítrónuberki út í deigið.
Setjið bökunarpappír í botninn á 22 cm kringlóttu smelluformi, jólakökuform eða ferkantað smelluform 23×23 cm.
Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í u.þ.b. 40 mín.
Vanillu – sítrónusíróp
200 gr sykur
1 ½ dl vatn
Safi úr 3 sítrónum
1 vanillustöng
Setjið sykur, vanillustöng, vatn og sítrónusafa í pott. Skerið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið kornin innan úr. Sjóðið vel saman. Hellið helmingnum yfir kökuna og hvolfið á tertudisk. Berið afganginn af sírópinu fram með kökunni ásamt þeyttum rjóma.

— SÍTRÓNUKÖKUR — VANILLA — BJÖRK JÓNSD —
.