Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi Björk Jónsdóttir sítróna bökka jóns terta sítrónuterta
Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

Mikið lifandi ósköp sem góðar sítrónukökur eru ljúffengar – vanillusítrónusírópið toppar svo allt. Sítrónukökuna hef ég líka bakað í tertuformi og borið fram heila með þeyttum rjóma – hún er alltaf góð.

SÍTRÓNUKÖKURVANILLABJÖRK JÓNSD

.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir og Arnaldur Valgarðsson. Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurgeir Steingrímsson. Sigrún Erla Sigurðardóttir og Egill Jóhannsson. Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.
Fremst á myndinni er marengsrúlluterta með hindberjarjóma, melónusalat, vatnsdeigsbollur með silungasalati og sítrónukakan t.h.

Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

4 egg
240 gr sykur
200 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 dl rjómi
100 gr smjör, brætt
börkur af 2 sítrónum
Hitið ofninn í 170°C

Þeytið egg og sykur þar til blandan verður ljós og loftkennd.
Bætið hveiti, lyftidufti, rjóma, smjöri og sítrónuberki út í deigið.
Setjið bökunarpappír í botninn á 22 cm kringlóttu smelluformi, jólakökuform eða ferkantað smelluform 23×23 cm.
Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í u.þ.b. 40 mín.

Vanillu – sítrónusíróp

200 gr sykur
1 ½ dl vatn
Safi úr 3 sítrónum
1 vanillustöng

Setjið sykur, vanillustöng, vatn og sítrónusafa í pott. Skerið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið kornin innan úr. Sjóðið vel saman. Hellið helmingnum yfir kökuna og hvolfið á tertudisk. Berið afganginn af sírópinu fram með kökunni ásamt þeyttum rjóma.

Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

SÍTRÓNUKÖKURVANILLABJÖRK JÓNSD

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.