Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi Björk Jónsdóttir sítróna bökka jóns terta sítrónuterta
Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

Mikið lifandi ósköp sem góðar sítrónukökur eru ljúffengar – vanillusítrónusírópið toppar svo allt. Sítrónukökuna hef ég líka bakað í tertuformi og borið fram heila með þeyttum rjóma – hún er alltaf góð.

SÍTRÓNUKÖKURVANILLABJÖRK JÓNSD

.

Hjónin Björk Jónsdóttur og Kjartan Oddur Jóhannsson eru lengst til vinstri. Aðrir gestir í boðinu: Arndís Jónsdóttir og Arnaldur Valgarðsson. Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurgeir Steingrímsson. Sigrún Erla Sigurðardóttir og Egill Jóhannsson. Sturla Þór Jónsson og Signý Sæmundsdóttir.
Fremst á myndinni er marengsrúlluterta með hindberjarjóma, melónusalat, vatnsdeigsbollur með silungasalati og sítrónukakan t.h.

Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

4 egg
240 gr sykur
200 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1 dl rjómi
100 gr smjör, brætt
börkur af 2 sítrónum
Hitið ofninn í 170°C

Þeytið egg og sykur þar til blandan verður ljós og loftkennd.
Bætið hveiti, lyftidufti, rjóma, smjöri og sítrónuberki út í deigið.
Setjið bökunarpappír í botninn á 22 cm kringlóttu smelluformi, jólakökuform eða ferkantað smelluform 23×23 cm.
Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í u.þ.b. 40 mín.

Vanillu – sítrónusíróp

200 gr sykur
1 ½ dl vatn
Safi úr 3 sítrónum
1 vanillustöng

Setjið sykur, vanillustöng, vatn og sítrónusafa í pott. Skerið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið kornin innan úr. Sjóðið vel saman. Hellið helmingnum yfir kökuna og hvolfið á tertudisk. Berið afganginn af sírópinu fram með kökunni ásamt þeyttum rjóma.

Sítrónukaka með vanillu og sítrónusírópi

SÍTRÓNUKÖKURVANILLABJÖRK JÓNSD

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluterta Sóleyjar

Dodluterta

Döðluterta með karamellusósu. Ægigóð terta en bara ef maður fær sér litla sneið – en ég gleymdi mér aðeins og fékk mér tvisvar (eða þrisvar…) ????

SaveSave

Brauðsúpa, gamaldags, góð brauðsúpa frá Láru Vigga

Brauðsúpa, gamaldags góð brauðsúpa frá Láru Vigga. Svei mér þá, ég held að langflestir sem ég þekki eigi góðar minningar frá rúgbrauðssúpum á árum áður. Dugnaðarhjónin Björg Hjelm og Óðinn Magnason reka Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hafa gert í fjölmörg ár. Þegar ég bað Björgu um að vera gestabloggari var ég viss um að hún mundi útbúa tertu, þið vitið svona tertu með gómsætu kremi og ýmsu góðu því hún er m.a. fræg fyrir terturbakstur. En ég veit að brauðsúpan sem hún útbjó eftir uppskrift, og með góðri aðstoð mömmu sinnar er ljúffeng og bragðast afar vel.