Lime ostakaka Soffíu

Vinkonur og samstarfskonur í glæsilegri kaffiveislu hjá Soffíu. Frá vinstri: Helena Einarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Soffía Jóhanna Gestsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Jóhanna Eiríksdóttir og Dagný Bjarnhéðinsdóttir limeterta limekaka lime-terta lime-kaka lime límona límónuterta límónukaka
Lime ostakaka Soffíu

Lime ostakaka Soffíu

Soffía Jóhanna Gestsdóttir hafði samband og bauðst til að halda kaffiboð fyrir matarbloggið sem ég þáði með mikilli ánægju. Hún vildi sýna örlítinn þakklætisvott fyrir allar þær fjölmörgu uppskriftir sem hún hefur fengið að njóta á alberteldar.is frá upphafi. Meðal þess sem hún bauð uppá var þessi lime-ostakaka. VEISLAN ER HÉR.

LIMELIMETERTURSOFFÍA JÓHANNAKAFFIBOР—

🍋‍🟩

Vinkonur og samstarfskonur í glæsilegri kaffiveislu hjá Soffíu. Frá vinstri: Helena Einarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Soffía Jóhanna Gestsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Jóhanna Eiríksdóttir og Dagný Bjarnhéðinsdóttir

Lime ostakaka Soffíu

300 g súkkulaðikex með súkkulaði (með mjólkursúkkulaði finnst það betra)
80 gr brætt smjör

Fylling
4 matarlímsblöð
400 g rjómaostur
100-150 gr flórsykur (eftir smekk)
4 msk lime safi
5 dl þeyttur rjómi

Mylja kexið í blandara setja út í það brætt smjör og setja mylsnuna innan í hring sem er staðsettur á kökudiski)
Matarlímið lagt í kalt vatn í 10 mín síðan kreist og brætt með lime safanum annað hvort yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
Rjómaostur og flórsykur þeytt vel saman.
Rjóminn þeyttur.
Matarlímið er sett út í rjómaostblönduna í mjórri bunu(ylvolgt mjög áríðandi)
hrært vel í, og að lokum þeyttum rjómanum bætt út í í rólegheitum)
Hellt yfir kexbotninn og sett í kæli. Gott að frysta svona köku.
Skreytt með þeyttum rjóma og lime sneiðum. Mjög flott

Berjasósa með kökunni:
Frosin ber sykur og smá vatn soðið saman og mixað með blandara.(jarðarberin hafa verið vinsælust hjá mér).

LIMELIMETERTURSOFFÍA JÓHANNAKAFFIBOР—

🍋‍🟩

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.

Döðluterta Ólafs

Afmæli

Döðluterta Ólafs. Herra Ólafur hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn í dag með pompi og prakt. Að vísu setti hann smá spurningamerki við afmælissönginn og stakk vísifingri í annað eyrað...

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.

Fyrri færsla
Næsta færsla