Lime ostakaka Soffíu

Vinkonur og samstarfskonur í glæsilegri kaffiveislu hjá Soffíu. Frá vinstri: Helena Einarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Soffía Jóhanna Gestsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Jóhanna Eiríksdóttir og Dagný Bjarnhéðinsdóttir limeterta limekaka lime-terta lime-kaka lime límona límónuterta límónukaka
Lime ostakaka Soffíu

Lime ostakaka Soffíu

Soffía Jóhanna Gestsdóttir hafði samband og bauðst til að halda kaffiboð fyrir matarbloggið sem ég þáði með mikilli ánægju. Hún vildi sýna örlítinn þakklætisvott fyrir allar þær fjölmörgu uppskriftir sem hún hefur fengið að njóta á alberteldar.is frá upphafi. Meðal þess sem hún bauð uppá var þessi lime-ostakaka. VEISLAN ER HÉR.

LIMELIMETERTURSOFFÍA JÓHANNAKAFFIBOР—

🍋‍🟩

Vinkonur og samstarfskonur í glæsilegri kaffiveislu hjá Soffíu. Frá vinstri: Helena Einarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Soffía Jóhanna Gestsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Jóhanna Eiríksdóttir og Dagný Bjarnhéðinsdóttir

Lime ostakaka Soffíu

300 g súkkulaðikex með súkkulaði (með mjólkursúkkulaði finnst það betra)
80 gr brætt smjör

Fylling
4 matarlímsblöð
400 g rjómaostur
100-150 gr flórsykur (eftir smekk)
4 msk lime safi
5 dl þeyttur rjómi

Mylja kexið í blandara setja út í það brætt smjör og setja mylsnuna innan í hring sem er staðsettur á kökudiski)
Matarlímið lagt í kalt vatn í 10 mín síðan kreist og brætt með lime safanum annað hvort yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
Rjómaostur og flórsykur þeytt vel saman.
Rjóminn þeyttur.
Matarlímið er sett út í rjómaostblönduna í mjórri bunu(ylvolgt mjög áríðandi)
hrært vel í, og að lokum þeyttum rjómanum bætt út í í rólegheitum)
Hellt yfir kexbotninn og sett í kæli. Gott að frysta svona köku.
Skreytt með þeyttum rjóma og lime sneiðum. Mjög flott

Berjasósa með kökunni:
Frosin ber sykur og smá vatn soðið saman og mixað með blandara.(jarðarberin hafa verið vinsælust hjá mér).

LIMELIMETERTURSOFFÍA JÓHANNAKAFFIBOР—

🍋‍🟩

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.