Lime ostakaka Soffíu

Vinkonur og samstarfskonur í glæsilegri kaffiveislu hjá Soffíu. Frá vinstri: Helena Einarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Soffía Jóhanna Gestsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Jóhanna Eiríksdóttir og Dagný Bjarnhéðinsdóttir limeterta limekaka lime-terta lime-kaka lime límona límónuterta límónukaka
Lime ostakaka Soffíu

Lime ostakaka Soffíu

Soffía Jóhanna Gestsdóttir hafði samband og bauðst til að halda kaffiboð fyrir matarbloggið sem ég þáði með mikilli ánægju. Hún vildi sýna örlítinn þakklætisvott fyrir allar þær fjölmörgu uppskriftir sem hún hefur fengið að njóta á alberteldar.is frá upphafi. Meðal þess sem hún bauð uppá var þessi lime-ostakaka. VEISLAN ER HÉR.

LIMELIMETERTURSOFFÍA JÓHANNAKAFFIBOР—

🍋‍🟩

Vinkonur og samstarfskonur í glæsilegri kaffiveislu hjá Soffíu. Frá vinstri: Helena Einarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Soffía Jóhanna Gestsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Jóhanna Eiríksdóttir og Dagný Bjarnhéðinsdóttir

Lime ostakaka Soffíu

300 g súkkulaðikex með súkkulaði (með mjólkursúkkulaði finnst það betra)
80 gr brætt smjör

Fylling
4 matarlímsblöð
400 g rjómaostur
100-150 gr flórsykur (eftir smekk)
4 msk lime safi
5 dl þeyttur rjómi

Mylja kexið í blandara setja út í það brætt smjör og setja mylsnuna innan í hring sem er staðsettur á kökudiski)
Matarlímið lagt í kalt vatn í 10 mín síðan kreist og brætt með lime safanum annað hvort yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
Rjómaostur og flórsykur þeytt vel saman.
Rjóminn þeyttur.
Matarlímið er sett út í rjómaostblönduna í mjórri bunu(ylvolgt mjög áríðandi)
hrært vel í, og að lokum þeyttum rjómanum bætt út í í rólegheitum)
Hellt yfir kexbotninn og sett í kæli. Gott að frysta svona köku.
Skreytt með þeyttum rjóma og lime sneiðum. Mjög flott

Berjasósa með kökunni:
Frosin ber sykur og smá vatn soðið saman og mixað með blandara.(jarðarberin hafa verið vinsælust hjá mér).

LIMELIMETERTURSOFFÍA JÓHANNAKAFFIBOР—

🍋‍🟩

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rjómakaramella

Rjómakaramella - myndband. Eitt það skemmtilegast sem ég gerði í eldhúsinu þegar ég var lítill var að útbúa karamellur. Það telst nú kannski ekki æskilegt í nútímanum að leyfa börnum að stússast við slíkt enda er brendur sykur mjög hættulegur.

Paëlla

Paëlla (borið fram paeja). Við úðuðum í okkur bæði paellu og katalónsku systur hennar fiduea (þá er pasta í stað hrísgrjóna) á Spáni á dögunum og byrjuðum strax að prófa okkur áfram þegar við komum heim meðan upplifunin var í fersku minni.

Fyrri færsla
Næsta færsla