Heim Veitinga- og kaffihús

Veitinga- og kaffihús

Kókoskarrýsúpa – besta súpa á Íslandi

Kókos karrý súpa Með mikilli ánægju deili ég því með ykkur að besta súpa á Ísland fæst á Pure deli. Það var auðsótt að fá uppskriftina frá Jóni listakokki. Fyrst er útbúin grunnsúpa síðan bætt...

Grána bistro – Íslands besti eftirréttur #Ísland

Grána bistro og Gránubúð er í gamla kaupfélagshúsinu á Sauðárkróki eins og sýningin um Örlygsstaðabardaga 1238 og endurnýjunin hefur tekist sérlega vel. Systkinin Kristinn landsliðskokkur og Sandra reka staðinn. Faðir þeirra, Jón Daníel Jónsson, rak áður...

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Hríseyjarfiskisúpan góða

 

 

Hríseyjarfiskisúpan góða. Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

Góða apríkósutertan hennar Jórunnar – Kaffihús og Hælið

Góða apríkósutertan hennar Jórunnar - Kaffihús og Hælið Á Kristnesi í Eyjafirði er sýning um berklaárin á Íslandi. María Pálsdóttir eldmóðskona og stofnandi tók á móti okkur, sýndi og sagði frá. Það er áhrifaríkt að...

Harira súpa

  Harira er Marokkósk súpa Þó hún sé elduð árið um kring, er hún mest elduð í kringum Ramadan, við lok föstu. Hægt er að fá Harira á börum, veitingavögnum og á betri veitingastöðum, en hver...

Brekkan á Stöðvarfirði #Ísland

Vinkonurnar Ásta Snædís frænka mín og Rósmarý reka Brekkuna á Stöðvarfirði. Brekkan er allt í senn veitingastaður, verslun og bar. Það er verulega hressandi að hitta þær stöllur eins og sjá má á myndunum....

Sacherterta – ofmetnasta tertan

Sacherterta - ofmetnasta tertan Lengi hef ég átt mér þann draum að smakka Sachertertu, eina af frægustu tertum heims. Til eru allmörg kaffihús sem eiga það sameiginlegt að segjast notast við upphaflegu uppskriftina. Held ég...

Dalur – fjölskyldukaffihús í Laugardalnum #Ísland

Það nýjasta í kaffihúsaflórunni í Reykjavík er Dalur í Farfuglaheimilinu á Sundlaugavegi í hjarta Laugardalsins. Þarna er glæsilegt og rúmgott útisvæði og vegleg leiksvæði fyrir börn bæði úti og inni - sannkallað fjölskyldukaffihús þar sem...

Heimabyggð á Ísafirði – heiðarlegasti vert landsins #Ísland

Heimabyggð á Ísafirði - heiðarlegasti vert landsins Heimabyggð í Aðalstræti 22b á Ísafirði er kaffihús með alvöru kaffi, súrdeigsbrauð, frumlegar samsetningar af áleggi, ljúffengar tertur, gott bjórúrval og síðast en ekki síst húmor, Lísbet er...

Hótel Flatey – hinn fullkomni friður #Ísland

Það er eiginlega ólýsanlegt að koma til Flateyjar á Breiðafirði, en þangað er farið með Baldri, hvort sem er frá Stykkishólmi eða Brjánslæk. Hægt er að panta hjá Sæferðum. Því fylgir dúnmjúk vernd að dvelja...

Hótel Holt opið á ný!

Hákon Már á Hótel Holti Einn okkar allra fremsti og besti matreiðslumaður Hákon Már Örvarsson verður með svokallað „Pop Up“ á Hótel Holti fimmtudaga í hádeginu, föstudaga í hádeginu og um kvöldið og laugardagskvöld fram...