Rjómi þeyttur – úr bók frá 1916

þeyttur rjómi hvernig á að þeyta rjóma gömul uppskriftabók -Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916 Jóninna Sigurðardóttir
Árið 1916 kom úr Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur

Rjómi þeyttur

Þegar á að þeyta rjóma þarf hann að vera vel þykkur og kaldur. Hann er þá látinn í vel hreint og þurt ílát og þeyttur með eggjaþeytara þangað til að hvolfa má ílátinu, sem hann er þeyttur í. Á móti 2 1/3 desil. af rjóma, er gott að hafa 1-2 teskeiðar af vanillusykri. Sykurinn er þá látinn í þegar búið er að þeyta rjómann. Ef rjóminn er þunnur er gott að láta saman við hann eggjahvítur, en það má ekki vera mikið.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur – 1916

JÓNINNA SIG — GÖMUL HÚSRÁÐMATREIÐSLUBÓK FYRIR FÁTÆKA OG RÍKA

.

Jóninna Sigurðardóttir
Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur sem kom út árið 1916

JÓNINNA SIG — GÖMUL HÚSRÁÐMATREIÐSLUBÓK FYRIR FÁTÆKA OG RÍKA

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?