Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabygg salat Sólrún Björnsdóttir Sólþurrkaðir tómatar pestó
Bankabyggsalat

Bankabyggsalat

Að sögn er bygg töluvert hollara en hrísgrjón, sér í lagi vegna góðra trefja, en talið er að hluti landsmanna borði ekki nóg af trefjum. Í byggi eru vatnsleysanlegar trefjar sem koma í veg fyrir kólesterólmyndun í lifur og blóði og einnig óleysanlegar trefjar sem eru góðar fyrir ristilinn. Þá er meira prótein í byggi en í hrísgrjónum. Bygg hefur góð áhrif á magann og er gott fyrir viðkvæma meltingu vegna þeirra eiginleika byggsins að vera bæði mýkjandi og græðandi.
Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur….
.
PESTÓ — BANKABYGGSÓLRÚNVEGAN
.

Bankabyggsalat

1 b bankabygg

10-12 sólþurrkaðir tómatar

4 msk pestó

pipar

Sjóðið byggið í saltvatni í 45 mín. Hlutföll 1 á móti 3
Þegar það er soðið er sett saman við það saxaðir sólþurrkaðir tómatatar og pestó, rauðu eða grænu.
Bæði gott heitt og kalt og geymist vel (í ísskáp)

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

.

PESTÓ — BANKABYGGSÓLRÚNVEGAN

— BANKABYGGSALAT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matmálstímar séra Ólafs á Kolfreyjustað

Matmálstímar séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað „Fyrir föður minn var ætíð dúkur breiddur inni í húsi hans og borið á borð að öllu eins og nú er siður. Þar borðaði móðir mín með honum stundum, en stundum borðaði hún í búrinu um leið og hún skammtaði.