Jólaplattinn á Jómfrúnni

Jólaplattinn á Jómfrúnni jómfrúin smurbrauð sætabrauðsdrengirnir hlöðver gissur páll halldór Bergþór Viðar jólabjór

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir brugðu sér á Jómfrúna í hádeginu og snæddu saman hina ýmsu jólarétti sem voru bornir fram á stórum diskum; Jólaplatti Jómfrúarinnar. Á meðan beðið var eftir eftirréttinum sungu þér félagar fyrir gesti við miklar og góðar undirtektir – MYNDBAND HÉR

Jólaplatti Jómfrúarinnar samanstóð af: síld, tartaletta með skelfisksalati, reyktri andabringu með rauðrófusalati, pate með týttuberjasósu, graflax með sinnepssósu, purusteik með rauðkáli og eplum og ostur.

Jólaplatti Jómfrúarinnar samanstóð af: síld, tartaletta með skelfisksalati, reyktri andabringu með rauðrófusalati, pate með týttuberjasósu, graflax með sinnepssósu, purusteik með rauðkáli og eplum og ostur.

Viðar, Hlöðver og Bergþór Albert, Halldór og Gissur Páll

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Gazpacho súpa

Gazpacho súpa. Andalúsíumenn á Spáni hafa útbúið kalda Gazpacho súpu öldum saman, grunnurinn er tómatar en síðan má nota allskonar grænmeti.

Gazpacho "Del gazpacho no hay empacho" er sagt á Spáni sem útleggst; maður fær ekki órólegan maga af gazpacho.

Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð. Reglulega hringi ég í móður mína til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því  að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti..... Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.