Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

Karrýtómatkjúklingur - Tómatkarrýkjúklingur bergþór pálsson karrýtómat tómatkarrý karrý tómatsósa rjómi kjúklingur kjúlli í ofni
Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur. Klárlega einn besti kjúklingarétturinn

Karrýtómatkjúklingur

Þessi kjúklingaréttur slær alltaf í gegn. Þrátt fyrir að í honum sé þó nokkuð af karrýi er hann alls ekki sterkur. Við útbjuggum tvöfalda uppskrift, settum í tvö form. Í annan réttinn fór kókosmjólk en rjómi í hinn. Stundum set ég meira af grænmeti en segir í uppskriftinni. Það má nota allsskonar grænmeti: blómkál, spergilkál, gulrætur, rófur, sætar kartöflur, sellerý, hvítkál…….

— KJÚKLINGURKARRÝGARÐAR THÓRBERTA DRÖFNBERGÞÓR

.

Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur góður kjúklingaréttur í ofni Sætabrauðsdrengirnir Berta Dröfn Aðalheiður Þorsteinsdóttir Fáskrúðsfjörður Jóna Kristín
Garðar Thór, Aðalheiður, Albert, Berta Dröfn og Bergþór

Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

6 kjúklingalæri

1 laukur – saxaður

3 msk góð olía

2 msk gott karrý

2 bollar ferskt grænmeti – skorið í bita

1 bolli kartöflur í bitum

1 1/2 b tómatsósa

1/4 peli rjómi ( eða kókosmjólk)

Brúnið kjúklingalæri í olíu og setjið í eldfast form. Brúnið laukinn í sömu olíu og slökkvið undir pönnunni. Bætið út í grænmetinu, kryddinu og tómatsósunni. Hrærið í og setjið yfir kjúklingalærin. Eldið í 175° heitum ofni í um 30 mín. Bætið þá rjómanum saman við og eldið áfram í um 15 mín.

Berið fram með salati og hrísgrjónum.

Karrýtómatkjúklingur - Tómatkarrýkjúklingur tómatsósa karrý rjómi kjúlli kjúklingur einfaldur matur einfalt fljótlegt
Tómatsósa, karrý og grænmeti

.

— KJÚKLINGURKARRÝGARÐAR THÓRBERTA DRÖFNBERGÞÓR

— TÓMATKARRÝKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...

Bee’s Wrap utan um matinn

Bee’s Wrap utan um matinn. Á netvafri mínu, í kjölfarið á banni Frakka við plastnotkun, rakst ég á Bee´s Wrap sem er bómullardúkur til að vefja utan um mat og geyma hann þannig. Utan um brauð, yfir deig, bakkelsið, yfir grænmetið...

Allir geta dansað – Nestisferð

Allir geta dansað - Nestisferð. Þessi föngulegi hópur tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2. Tíu pör byrjuðu og nú eru sex eftir. Í hádeginu hittist hópurinn og snæddi saman í nestisferð. Sýnt verður frá þessu í næsta þætti. Fékk það skemmtilega verkefni að útbúa veitingar fyrir hópinn.Það er einstaklega gaman að gefa þessum gleðigjöfum að borða. Þau brenna gríðarlega miklu, enda er æft í margar tíma á dag. Meðal þess sem boðið var upp á var Sólskinsterta,  súkkulaðitrufflur og  Rauðrófumauk.