Karrýtómatkjúklingur
Þessi kjúklingaréttur slær alltaf í gegn. Þrátt fyrir að í honum sé þó nokkuð af karrýi er hann alls ekki sterkur. Við útbjuggum tvöfalda uppskrift, settum í tvö form. Í annan réttinn fór kókosmjólk en rjómi í hinn. Stundum set ég meira af grænmeti en segir í uppskriftinni. Það má nota allsskonar grænmeti: blómkál, spergilkál, gulrætur, rófur, sætar kartöflur, sellerý, hvítkál…….
— KJÚKLINGUR — KARRÝ — GARÐAR THÓR — BERTA DRÖFN — BERGÞÓR —
.
Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur
6 kjúklingalæri
1 laukur – saxaður
3 msk góð olía
2 msk gott karrý
2 bollar ferskt grænmeti – skorið í bita
1 bolli kartöflur í bitum
1 1/2 b tómatsósa
1/4 peli rjómi ( eða kókosmjólk)
Brúnið kjúklingalæri í olíu og setjið í eldfast form. Brúnið laukinn í sömu olíu og slökkvið undir pönnunni. Bætið út í grænmetinu, kryddinu og tómatsósunni. Hrærið í og setjið yfir kjúklingalærin. Eldið í 175° heitum ofni í um 30 mín. Bætið þá rjómanum saman við og eldið áfram í um 15 mín.
Berið fram með salati og hrísgrjónum.
.
— KJÚKLINGUR — KARRÝ — GARÐAR THÓR — BERTA DRÖFN — BERGÞÓR —
.