Bláberjadýfa

Bláberjadýfa mjólkurlaus vegan glúteinlaus hráfæði raw food bláber
Bláberjadýfa

Bláberjadýfa

Við fórum í berjamó á dögunum og tíndum ber í tugkílóatali. Það er unaðslegt að liggja úti í guðsgrænni náttúrinni og tína ber – fullkomin jarðtenging. Svo er um að gera að nýta ber á sem fjölbreyttastan hátt. Fyrir þá sem telja sí og æ hitaeiningar, er gaman að segja frá því að í einum bolla af bláberjum eru aðeins 80 hitaeiningar  Þessi ídýfa er án mjólkurafurða, vegan og glútenlaus. Hún er kjörin ofan á brauð og með ostum.

BLÁBERMÖNDLUSMJÖR

.

Bláberjadýfa

1/2 b möndlusmjör

1 1/2 b bláber

1/2 b kókosolía

örlítið af stevíu ( eða 1/3 tsk hunang eða hrásykur)

safi úr 1/2 sítrónu

1 tsk vanillu extract

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel.

Grein um hollustu bláberja

Bláberjadýfa
Þessi fagri hópur kom í afternoon tea og fékk m.a. bláberjadýfuna

BLÁBERMÖNDLUSMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

ADHD og ADD og MATUR

ADHD og ADD og MATUR. Athyglisbrestur (ADD) og athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) hafa verið gríðarlega vaxandi vandamál í Vestrænum samfélögum og er nú svo komið að talið er að allt frá 5 og upp í 15% barna eru talin vera með einkenni þessara raskana. Tíu sinnum fleiri drengir eru greindir með þessa kvilla heldur en stúlkur

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.