Kringlur með birkifræum

ÍSAFJÖRÐUR Ágústa ÞÓRÓLFSDÓTTIR, Rachelle, Janusz Frach og Iwona frach pólland pólskur matur föstudagskaffi  Iwona Frach tónlistarskóli ísafjarðar ísafjörður
Frá vinstri: Ágústa, Rachelle, Janusz og Iwona

Kringlur með birkifræum

Iwona og Janusz slógu í gegn með pólsku góðgæti í föstudagskaffinu, sem er reyndar á þriðjudögum 🙂 Hvert öðru betra og fallega fram sett.

🇵🇱

IWONA  — PÓLLANDKRINGLURSALÖTFÖSTUDAGSKAFFIÍSAFJÖRÐUR

🇵🇱

Kringlur með birkifræum

Kringlur með birkifræum

2 egg
200 g sykur
2 b mjólk (500ml)
3,5 b hveiti (560g)
3 tsk ger
Smjör 100g og 50g
1 tsk vanilludropar
½ tsk möndludropar
200 g möluð birkifræ
3 msk hunang
50 g möndlur
50 g valhnetur
salt.

Setja í skál: 1 egg, 1 msk sykur, einn bolla af volgri mjólk og sigtið einn bolla af hveiti. Blandið öllu saman. Setjið ger í lokin og hrærið saman. Setjið til hliðar í 15 mínn á volgan stað.
Þegar degið verður búið að lyfta sér bætum við öðrum hráefnum útí sömu skál: afganginn af sykri, vanilludropa, örlítið salt, brætt smjör (100g) og sigtum afganginn af hveitinu. Hnoðum eða setjum degið í hrærivél í 5-7 min.
Setjum viskastykki yfir degið og setjum það til hliðar i 20 mín á volgan stað.

Undirbúum birkifræfyllingu: Setjum möndlur (ekki með hýði) og hnetur í blender og blöndum. Sjóðum einn bolla af mjólk í potti, bætum hálfu glasi af sykri útí, hunangi, og hrærum í þangað til að sykurinn bráðnar. Bætum svo birkifræum út í heitu mjólkina, hrærum vel saman og síðan bætum smjöri (50g) útí svo það bráðni. Í lokinn bætum við hnetum og möndlum. Einnig er hægt að setja rúsínur útí. Þegar fyllingin verður búin að kólna bætum við 1 eggjarauðu og möndludropum. Hrærum vel saman. Þeyta í sér skál eggjavítu með smá salti. Blöndum svo henni við fyllingu. Þá er fyllingin tilbúin.
Setjum deigið á borð og skiptum því í 2 hluta. Tökum fyrsta hlut og fletjum degið út í ferhyrning 3 mm þykkan. Ef við erum með stórann ferhyrning þá skerum við hann í tvennt og skerum svo í þríhyrninga. Setjum svo birkifræfyllingu á alla þríhyrninga þannig að það verði meiri fylling í neðri part þríhyrninga. Rúllum þeim svo upp með því að byrja frá breiðari partinum.
Gera það sama við hinn hlutann.
Setjum kringlurnar á plötu með bökunarpappír með því að halda smá fjarlægð milli þeirra. Setjum svo í heitann ofn á 170°C og bökum í 20-25 min

Grænmetissalat

Grænmetissalat

6 gulrætur
3 nípur
½ sellerírót
1 blaðlaukur
3 súrar gúrkur
1 epli
1 lítil dós grænar baunir
1 lítil dós maís korn
2 egg
majónes
salt og pipar.

Sjóða með hýði gulrætur, nípur og sellerírót þangað til þau verði mjúk ( u.þ.b 40 mín). Taka svo þessi grænmeti úr vatninu, kæla, afhýða og skera smátt.
Harðsjóða egg og skera smátt.
Taka neðri part af blaðlauk, skera smátt og hella sjóðandi heitu vatni yfir hann á sigti.
Skera súrar gúrkur smátt.
Afhýða og skera smátt safaríkt epli.
Hella vatni af grænum baunum og maískornum, bæta þeim svo við önnur hráefni
Bæta majónesi, salti og pipar við eftir smekk og blanda öllu saman

🇵🇱

Egg, mæjónes og kavísar – einfalt, fallegt og gott

🇵🇱

IWONA  — PÓLLANDKRINGLURSALÖTFÖSTUDAGSKAFFIÍSAFJÖRÐUR

KRINGLUR MEÐ BIRKIFRÆJUM

🇵🇱

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.