Vínsteinslyftiduft er búið til úr vínsteini, natríum karbónat, og maísmjöli. Það er því glútenlaust (ekki drýgt með hveiti) og án snefilefna út járni sem eru talin óæskilegt fyrir líkamann. Vínsteinslyftiduft má nota í allan bakstur í stað venjulegs lyftidufts í sömu hlutföllum. Vínsteinn er náttúrulegt salt sem myndast innan í víntunnum þegar berjasafinn hefur gerjast.
– úr bókinni Hollusturéttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur