
Sumardrykkur með rabarbarasírópi
Árdís Hulda bauð nokkrum samstarfskonum sínum á Hrafnistu í sumarboð og var með þennan litfagra og bragðgóða drykk þegar þær komu. Sannkölluð sumargleði með hressum konum.
🙂
🙂
Sumardrykkur með rabarbarasírópi
Rabarbarasíróp:
3 rabarbaraleggir
6 msk. sykur
½ klofin vanillustöng
3 dl kalt vatn
Allt soðið í potti í u.þ.b. 30 mín., síað gegnum léreft.
Rabarbarafordrykkur
Rabarbarasíróp
Bleikt límónaði (Ölgerðin)
Ferskjulíkjör
Ljóst romm
Kolsýrt vatn
Skraut: Jarðarber, blóm, klakar, mynta.

🙂
— SUMARDRYKKUR MEÐ RABARBARASÍRÓPI —