Árdís Hulda bauð nokkrum samstarfskonum sínum á Hrafnistu í sumarboð og var með þennan litfagra og bragðgóða drykk þegar þær komu. Sannkölluð sumargleði með hressum konum.
Sætkartöflusúpa. Sætar kartöflur henta vel í súpu. Áður en ég fór á fund steikti ég grænmetið og lét suðuna koma upp, síðan slökkti ég undir og setti handklæði vandlega utan um pottinn. Þegar fundinum lauk var súpan tilbúin og ennþá heit. Hér má lesa um sætar kartöflur.