Auglýsing

Snittubrauð. Það má segja að gríðarlegur munur sé milli bakaría á snittubrauðum. Oft förum við í Sandholtsbakarí og fáum brauð þar. Þau eru bæði stökk, mjúk að innan, loftmikil og bragðgóð. Það er ágætt ráð að taka osta úr ísskáp 4-6 klst áður en þeir eru borðaðir, við það verða þeir bragðmeiri og mýkri. Gott snittubrauð, feitir mjúkir ostar og heimagert pestó – fullkomið.

Auglýsing