Auglýsing
Lambahryggur með sítrónu og rósmarín ÞORGRÍMSSTAÐIR lamb hryggur lambasteik sítrónuhryggur sítróna hægeldun  rósmarínhryggur hægeldaður
Fátt jafnast á við hægeldaðan lambahryggur með sítrónu og rósmarín.

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín

Hægeldun hentar lambakjöti alveg einstaklega vel. Ef þið hafið ekki nú þegar prófað slíka aðferð er tækifærið núna. Jólasteikin á okkar bæ er stundum hægeldaður lambahryggur. Ef ykkur blöskrar magnið af sítrónu í uppskriftinni má alveg minnka það. Þessa uppskrift er vel þess virði að prófa. Með er fínt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rabarbarasultu og sveppasósu

— LAMBLAMBAHRYGGURSULTA

Auglýsing

.

Hryggurinn tilbúinn í ofninn

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín

1 heill lambahryggur
salt og pipar
1 (+1/2) sítróna
1 hvítlaukur
ferskt rósmarín
1 msk olía
1 msk rasp
börkur af 1/2 sítrónu

Setjið hrygginn í ofnskúffu. Hristið saman sítrónusafa og olíu og hellið yfir. Kryddið með salti og pipar.

Saxið rósmarín gróft og saxið hvítlaukinn fínt. Dreifið yfir lambahrygginn ásamt raspi og rifnum sítrónuberki.

Steikið við 45°C í 4 klst og hækkið hitann í 190°C síðustu mínúturnar til að fá skorpu. Berið fram með sykurbrúnuðum kartöflum eða gratíneruðum kartöflum.

.

— LAMBLAMBAHRYGGURSULTA

— LAMBAHRYGGUR MEÐ SÍTRÓNU OG RÓSMARÍN —

.