Kavíarrönd með rækjum

Guðfinna m hreiðarsdóttir og Jóna Símonía bjarnadóttir potluck party pálínuboð fermingarveisla ferming erfidrykkja hlaðborð þægilegt  ísafjörður fljótlegtkavíarrönd kavíar martarlím fiskpaté fiskhlaup
Kavíarröndina kom Guðfinna með á fund Royalista á Ísafirði

Kavíarrönd með rækjum

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir kom með undurgóða kavíarrönd á fund royalista. Réttur eins og þessi er kjörið mótvægi við sæt meðlæti á kaffihlaðborðum, hvort sem er fermingarveisla eða Pálínuboð. Hún og Jóna Símonína Bjarnadóttir standa fyrir Þjóðlegt með kaffinu, reka sumarkaffihús í Ögri og hafa gefið út uppskriftabækur.

GUÐFINNAJÓNA SÍMONÍAÍSAFJÖRÐURFISKRÉTTIRÞJÓÐLEGT MEÐ KAFFINUFERMINGPÁLÍNUBOÐ

.

Guðfinna og Jóna Símonía

Kavíarrönd með rækjum

2 1/2 ds sýrður rjómi
7 matarlímsblöð
1 msk sítrónusafi
150-200 g rauður kavíar
1 msk smátt saxaður laukur
1/2 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk sítrónupipar

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn.
Blandið saman sýrðum rjóma, kavíar, lauk og kryddi.
Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið það í vatnsbaði.
Bætið við sítrónusafa og blandið við sýrða rjómann.

Látið blönduna í form, t.d. hringlaga, sem smurt hefur verið með matarolíu og kælið. Berið fram með rækjum og sósu.

Uppskriftin birtist í Jólablaði Morgunblaðsins 1999.

GUÐFINNAJÓNA SÍMONÍAÍSAFJÖRÐURFISKRÉTTIRÞJÓÐLEGT MEÐ KAFFINUFERMINGPÁLÍNUBOÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pestó – grunnuppskriftin

Pestó

Það er mikill munur á heimagerðu pestói og því sem fæst í matvörubúðum - ætli megi ekki segja að það sé himinn og haf á milli. Til eru fjölmargar útgáfur af pestói og engin ein sem er "réttust". Pestó er einstaklega gott með kexi, brauði og ostum. Eins og með arfapestóið má setja sólblómafræ með furuhnetunum til helminga. Hef séð nokkrar uppskriftir þar sem valhnetur eru notaðar.