Auglýsing
Guðfinna m hreiðarsdóttir og Jóna Símonía bjarnadóttir potluck party pálínuboð fermingarveisla ferming erfidrykkja hlaðborð þægilegt fljótlegtkavíarrönd kavíar martarlím fiskpaté fiskhlaup
Kavíarröndina kom Guðfinna með á fund Royalista á Ísafirði

Kavíarrönd með rækjum

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir kom með undurgóða kavíarrönd á fund royalista. Réttur eins og þessi er kjörið mótvægi við sæt meðlæti á kaffihlaðborðum, hvort sem er fermingarveisla eða Pálínuboð. Hún og Jóna Símonína Bjarnadóttir standa fyrir Þjóðlegt með kaffinu, reka sumarkaffihús í Ögri og hafa gefið út uppskriftabækur.

GUÐFINNAJÓNA SÍMONÍAÍSAFJÖRÐURFISKRÉTTIRÞJÓÐLEGT MEÐ KAFFINUFERMINGPÁLÍNUBOÐ

.

Guðfinna og Jóna Símonía

Kavíarrönd með rækjum

2 1/2 ds sýrður rjómi
7 matarlímsblöð
1 msk sítrónusafi
150-200 g rauður kavíar
1 msk smátt saxaður laukur
1/2 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk sítrónupipar

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn.
Blandið saman sýrðum rjóma, kavíar, lauk og kryddi.
Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið það í vatnsbaði.
Bætið við sítrónusafa og blandið við sýrða rjómann.

Látið blönduna í form, t.d. hringlaga, sem smurt hefur verið með matarolíu og kælið. Berið fram með rækjum og sósu.

Uppskriftin birtist í Jólablaði Morgunblaðsins 1999.

GUÐFINNAJÓNA SÍMONÍAÍSAFJÖRÐURFISKRÉTTIRÞJÓÐLEGT MEÐ KAFFINUFERMINGPÁLÍNUBOÐ

.

Auglýsing