Nostalgíupestókjúklingur
Þegar ég vaknaði úr svæfingu eftir reiðhjólaslys og aðgerð var í næsta rúmi maður sem dreifði huga mínum með ævintýralegum skemmtisögum, þarna lá Sævar Lúðvíksson sem var mun hressari en ég sem muldraði til skiptis: humm, já eða nei. Á Tenerife reka þau hjónin Sævar og Herdís Hrönn Arnadóttir Nostalgíu sem af mörgum er kallaður Íslenski barinn. „Þessi kjúklingaréttur er mjög vinsæll á Nostalgiu. Ekki síst þegar landsleikir eru hjá okkur. Við opnuðum staðinn í júlí 2016, höfum verið með grillveislur á föstudögum með karaokí á laugardögum, sunnudagar eru pönnukökudagar og mánudagar eru fiskidagar. Þá er annaðhvort plokkfiskur með nýbökuðu rúgbrauði eða fiskihlaðborð” segir Sævar.
— KJÚKLINGUR — SPÁNN — NOSTALGIA —
.
Pesto kjúklingur Nostalgiu fyrir 2
2 kjúklingabringur
1/2 krukka Fetaostur í olíu
1/2 ds rjómaostur með bragði td Sweet Chili Philadelphia
3 sveppir
1 krukka Grænt pestó
Byrjið á að skera kross í bringurnar og setjið þær í eldfast mót. Fyllið bringurnar með rjómaostinum. Skerið sveppina í bita og raðið þeim meðfram. Hellið fetaostinum ásamt olíunni úr krukkunni yfir. Að síðustu er græna pestóinu smurt yfir bringurnar og aðeins meðfram. Bakið í 175°C heitum ofni í ca 40 – 50 mín. Berið fram með hrísgrjónum og salati.
.
— KJÚKLINGUR — SPÁNN — NOSTALGIA —
.