Nostalgíupestókjúklingur

Pesto kjúklingur Nostalgiu Sævar lúðvíksson og Herdís Hrönn Arnadóttir nostalgia íslenski barinn tene tenerife spánn spánskur matur spænskur matur
Pesto kjúklingur Nostalgiu

Nostalgíupestókjúklingur

Þegar ég vaknaði úr svæfingu eftir reiðhjólaslys og aðgerð var í næsta rúmi maður sem dreifði huga mínum með ævintýralegum skemmtisögum, þarna lá Sævar Lúðvíksson sem var mun hressari en ég sem muldraði til skiptis: humm, já eða nei. Á Tenerife reka þau hjónin Sævar og Herdís Hrönn Arnadóttir Nostalgíu sem af mörgum er kallaður Íslenski barinn. „Þessi kjúklingaréttur er mjög vinsæll á Nostalgiu. Ekki síst þegar landsleikir eru hjá okkur. Við opnuðum staðinn í júlí 2016, höfum verið með grillveislur á föstudögum með karaokí á laugardögum, sunnudagar eru pönnukökudagar og mánudagar eru fiskidagar. Þá er annaðhvort plokkfiskur með nýbökuðu rúgbrauði eða fiskihlaðborð” segir Sævar.

KJÚKLINGURSPÁNNNOSTALGIA

.

Sævar Lúðvíksson

Pesto kjúklingur Nostalgiu fyrir 2

2 kjúklingabringur
1/2 krukka Fetaostur í olíu
1/2 ds rjómaostur með bragði td Sweet Chili Philadelphia
3 sveppir
1 krukka Grænt pestó

Byrjið á að skera kross í bringurnar og setjið þær í eldfast mót. Fyllið bringurnar með rjómaostinum. Skerið sveppina í bita og raðið þeim meðfram. Hellið fetaostinum ásamt olíunni úr krukkunni yfir. Að síðustu er græna pestóinu smurt yfir bringurnar og aðeins meðfram. Bakið í 175°C heitum ofni í ca 40 – 50 mín. Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Nostalgíukjúklingurinn tilbúinn í ofninn

.

KJÚKLINGURSPÁNNNOSTALGIA

— NOSTALGÍUPESTÓKJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.