Heitur aðventudrykkur – jólaglögg

Adventudrykkur Heitur aðventudrykkur, jólaglögg jólalykt jólailmur
Heitur aðventudrykkur, jólaglögg

Heitur aðventudrykkur – jólaglögg

Sum krydd tengum við frekar við aðventuna og jólin en önnur, t.d. kanil, kardimommur og negul. Þennan drykk á að sjóða niður í á fjórða tíma en á þeim tíma fyllist húsið af góðri jólalykt. Það er vel hægt að gera gott rauðvínslaust jólaglögg, þeir sem vilja bæta víni við geta sett eins og eina eða tvær matskeiðar af góðu rommi. Mér urðu á þau mistök að ég skar mandarínurnar í báta og sauð með berkinum, en þá verður drykkurinn of beiskur.

JÓLIN — DRYKKIR — JÓLAILMURJÓLAGLÖGG

.

Heitur aðventudrykkur

1 1/2 l eplasider

3 kanilstangir

2 mandarínur

1 msk negulnaglar

1 msk heilar kardimommur

Setjið eplasider, kanil, negulnagla og kardimommur í pott. Takið börkinn af mandarínunum, skerið í fjóra báta og kreystið mesta safan saman við og setjið „kjötið“ einnig út í pottinn. Sjóðið á lágum hita í 3 – 3 1/2 klst. Ekki með loki á.

Adventudrykkur
Setjið í pott og sjóðið. Munið að taka börkinn af mandarínunum

JÓLIN — DRYKKIR — JÓLAILMURJÓLAGLÖGG

— HEITUR AÐVENTUDRYKKUR – JÓLAGLÖGG —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brussel vöfflur – brjálæðislega góðar

Brussel vöfflur. Dags daglega er talað um belgískar vöfflur. Í Brussel í vor komumst við að því að mikill munur er á vöfflum í þeirri frægu vöffluborg eftir því hvar þær eru keyptar og hvernig deigið er. Tvær best þekktu vöfflutegundirnar í Belgíu eru ólíkar. Annars vegar er um að ræða Brussel vöfflur og Liege vöfflur. Liege vöfflurnar eru óreglulegar og oft með perlusykri. Deigið er einnig gjörólíkt. Í Brusselvöflurnar er notað bæði lyftiduft og þurrger. Þá gerir sódavatnið þær stökkar. Kannski ekki verra að taka fram að Liege vöfflurnar eru meira street food og hinar kaffihúsa vöfflur.

SaveSaveSaveSave

SaveSave