Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum
Í síðustu Frakklandsferð okkar fengum við okkur ekta tajinu eða tagínu, sem er leirpottur (fyrir ofn eða eldavél) með háuloki sem mjókkar upp. Þetta er undurgóð matreiðsluaðferð. En auðvitað er ekki nauðsynlegt að eiga svona græju, réttinn má elda í bakaraofni á lágum hita í tvær klst.
— FRAKKLAND — KJÚKLINGUR —
.
Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum
6-8 kjúklingalæri
1 grænt epli (lítið), skorið í bita
1 dl apríkósur, saxaðar
1/2 dl möndlur, saxaðar gróft
2 laukar, saxaður smátt
6 tómatar, saxaðir
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk góð olía
1 msk smjör, skorið í bita
salt og pipar
chili
2 msk kanill
1/2 tsk engifer
1/2 tsk túrmerik
Úrbeinið kjúklingalærin og raðið í eldfast form. Setjið lauk, hvítlauk, apríkósur, epli og möndlur í skál, bætið saman við olíu, smjöri og tómötum. Bætið við kryddinu. Hellið úr skálinni yfir kjúklingalærin og blandið saman. Látið standa þannig í um tvo tíma. Eldið í 160° heitum ofni í amk tvær klst eða þangað til kjúklingurinn er gegnum steiktur. Já eða í tagínu.
— FRAKKLAND — KJÚKLINGUR —
.