Bláberja- og sérrýterta

Downton Abbey, sérrý sérrý  bláberjaterta, bláberjasulta, svampbotn, frómas
Bláberja- og sérrýterta 

Bláberja- og sérrýterta 

Frá fyrsta þætti hef ég fylgst vandlega með öllu sem viðkemur mat í Downton Abbey þáttunum. Til eru D.A.matreiðslubækur sem ég hef verið að prófa eitt og annað úr og oftast verið mjög ánægður. Hér er sérrýterta sem minnir á Maggie Smith, sú gamla drekkur jú daglega sérrýið sitt og er langoftast klædd einhverju fjólubláu. Það má segja að bláberin þessa tertu séu sérvalin 🙂 Mjög mikið var af berjum á Austurlandi í sumar og móðir mín tíndi þau í lítravís, frysti og sultaði.

TERTURBLÁBERSÉRRÝDOWNTON ABBEYFRÓMAS

.

Bláberja- og sérrýterta

Botn:
80 g smjör, lint
1 1/2 dl sykur
4 egg
1 1/2 dl góð olía
1 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 dl möndluflögur

Á milli:
1/2 dl sérrý (eða rúmlega það)
1-2 dl bláberjasulta

 Bláberjafrómas:
4 egg
3 dl rjómi
1/2 tsk vanillu extrakt
1/2 dl ávaxtasafi
safi úr 1/2 sítrónu (eða rúmlega það)
2 msk af bláberjasultu
1/2 – 1 dl bláber, fersk eða frosin
4 matarlímsblöð
1/2 dl sykur

Botn:

Hrærið smjör, sykur og egg vel saman – bætið við olíunni. Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman við og allra síðast möndluflögurnar. Látið í  smurt smelluform. Bakið við 180 gráður, í um 20 mín.

Bláberjafrómas:

Setjið vatn í pott, glerskál ofan á og í skálina ávaxtasafa, sítrónusafa, sultu og matarlímsblöð (skolið fyrst í köldu vatni). Bræðið í vatnsbaði en gætið að hita ekki of mikið eða lengi.

Stífþeytið rjómann og bætið vanillu saman við. Þeytið egg og sykur vel í annari skál. Matarlímsblöndunni saman við eggjahræruna, því næst er bláberjunum blandað saman við. Þessi blanda fer svo saman við rjómann. Blandið varlega saman með sleif.

Tertan sett saman:

Setjið botninn á tertudisk, látið hringinn af bökunarforminu vera utan um botninn. Hellið sérrýi yfir. Dreifið úr bláberjasultunni yfir botninn. Hellið frómasinum yfir og geymið í ísskáp í amk klst.

Rennið brautum borðhníf meðfram tertufrominu og losið þannig tertuna frá. Skreytið með súkkulaði, kókosflögum, berjum eða öðru.

Bláberja- og sérrýterta – Downton Abbey
Bláberja- og sérrýterta

TERTURBLÁBERSÉRRÝDOWNTON ABBEYFRÓMAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða. Ræddum við mjög líflegt starfsfólk Seðlabankans um borðsiði, kurteisi en þó mest um viðskiptamálsverði. Mikill munur er á að fara út að borða með vinum eða fara í viðskiptamálsverð. Dags daglega erum við bæði frjálsleg og laus við öll formlegheit. Þegar kemur að viðskiptamálsverðum verður að hafa mikilvægi þeirra í huga og því getur verið nauðsynlegt að koma vel undir búinn. 

Kínóa með rauðrófum

Kínóa

Kínóa með rauðrófum. Það er ágætt að eiga alltaf nokkur avókadó á borði eða í ísskápnum, þau þroskast á mislöngum tíma. Avókadó er kjörið í bústið, í salöt eða sem biti milli mála. Rauðrófur, avókadó og kínóa - þetta þrennt er bráðhollt, já og svo er þetta glúteinlaust.