Auglýsing
Bláberjaterta – blátt áfram stórfín bláberjakaka kaka terta bláber eggjalaus mjólkurlaus eggjaofnæmi mjólkurofnæmi mjólkuróþol
Bláberjaterta

Bláberjaterta – blátt áfram stórfín

Bláber eru andoxunarrík, draga úr bólgum, eru fjörefnarík og bragðgóð – borðum mikið af bláberjum. Ef þið notið frosin ber í kökuna er ágætt að láta þau þiðna að mestu áður en þeim er blandað saman við með sleif.

Sú var tíð að ég hélt að ekki væri hægt að baka nema nota egg – það er vel hægt. Grænmetisætur segja gjarnan að egg séu stórlega ofmetin til baksturs. Í þessari tertu eru hvorki egg né aðrar dýraafurðir – hörfræin gera hér sama gagn og eggin.

Auglýsing

TERTUR BLÁBERBLÁBERJATERTUR

.

Bláberjaterta

3 msk hörfræ + 2 dl volgt vatn

6 dl hveiti

1 dl sykur

1 1/2 tsk lyftiduft

5 msk vegansmjör, mjúkt (ég notaði Bertolli)

5 msk haframjöl

1 tsk kanill

2/3 tsk salt

1 dl sojamjólk

1 dl eplamús

5 msk appelsínusafi

1 tsk möndluextrakt

1 msk rifinn appelsínubörkur

1-2 dl saxaðar möndlur

1-2 dl bláber (fersk eða frosin)

bláber til skrauts.

Terta: Setjið hörfræ út í vatnið og látið standa í um 10-15 mín. Setjið í hrærivélaskál hveiti, sykur, lyftiduft, smjör, haframjöl, kanil og salt. Bætið við hörfræjum (ásamt vatninu) mjólk, eplamús, appelsínusafa, möndluextrakt, appelsínuberki og möndlum. Hrærið saman með hnoðaranum. Látið bláber allra síðast saman við, passið að bláberin springi ekki. Bakið í kringlóttu formi í um 30 mín. Látið kólna í forminu.

Krem:

1 dl vegansmjör (t.d. Bertolli)

1 1/2 dl fljótandi kókosolía

2 1/2 dl flórsykur

1/2 tsk salt.

Krem: Blandið öllu vel saman og hellið yfir tertuna. Skreytið með ferskum bláberjum.

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

.

Bláberjaterta – blátt áfram stórfín vegan
Bláberjaterta

TERTUR BLÁBERBLÁBERJATERTUR

.