Roloterta Kötu – extragóð

Roloterta Kötu, Kata Kolbeins, terta, vinkvennakaffi ALBERTS þóra katrín kolbeins
Roloterta Kötu

Roloterta Kötu

Í vinkvennakaffinu var kom Kata með Rolotertu. Kata hefur oft komið við sögu á þessu bloggi – ég hringi gjarnan í hana þegar mikið liggur við, þegar vantar einhverjar extragóðar uppskriftir. Alltaf er Kata boðin og búin og hristir hverja unaðsuppskriftina fram úr erminni af annari.

🌷

KATA KOLBEINSVINKVENNAKAFFIROLO

🌷

Roloterta Kötu

Botn

130 g makkarónukökur
80 g smjör, brætt
4 msk olía
smá salt

Fylling:

300 g rjómaostur
130 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
5 dl rjómi, þeyttur

Ofan á:

150 g sýrður rjómi
3 pk Rolo

Setjið smjörpappír á botninn á 24-26 cm smelluformi. Myljið makkarónukökurnar gróft í skál, blandið smjöri, olíu og salti saman við. Setjið í formið og þjappið.

Hrærið rjómaost, flórsykur og vanillu saman. Balndið þeyttum rjoma saman við og hellið blöndunni ofan á botninn, sléttið vel.

Bræðið sýrðan rjóma og Rolo varlega saman í vatnsbaði, kælið aðeins og hellið yfir ostablönduna. Frystið. Berið kökuna fram háffrosna.

Vinkvennakaffi, Kata Kolbeins
Kata er lengst til hægri á myndinni

🌷

KATA KOLBEINSVINKVENNAKAFFIROLO

— ROLOTERTA KÖTU —

🌷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.