Roloterta Kötu – extragóð

Roloterta Kötu, Kata Kolbeins, terta, vinkvennakaffi ALBERTS þóra katrín kolbeins
Roloterta Kötu

Roloterta Kötu

Í vinkvennakaffinu var kom Kata með Rolotertu. Kata hefur oft komið við sögu á þessu bloggi – ég hringi gjarnan í hana þegar mikið liggur við, þegar vantar einhverjar extragóðar uppskriftir. Alltaf er Kata boðin og búin og hristir hverja unaðsuppskriftina fram úr erminni af annari.

🌷

KATA KOLBEINSVINKVENNAKAFFIROLO

🌷

Roloterta Kötu

Botn

130 g makkarónukökur
80 g smjör, brætt
4 msk olía
smá salt

Fylling:

300 g rjómaostur
130 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
5 dl rjómi, þeyttur

Ofan á:

150 g sýrður rjómi
3 pk Rolo

Setjið smjörpappír á botninn á 24-26 cm smelluformi. Myljið makkarónukökurnar gróft í skál, blandið smjöri, olíu og salti saman við. Setjið í formið og þjappið.

Hrærið rjómaost, flórsykur og vanillu saman. Balndið þeyttum rjoma saman við og hellið blöndunni ofan á botninn, sléttið vel.

Bræðið sýrðan rjóma og Rolo varlega saman í vatnsbaði, kælið aðeins og hellið yfir ostablönduna. Frystið. Berið kökuna fram háffrosna.

Vinkvennakaffi, Kata Kolbeins
Kata er lengst til hægri á myndinni

🌷

KATA KOLBEINSVINKVENNAKAFFIROLO

— ROLOTERTA KÖTU —

🌷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Brussel vöfflur – brjálæðislega góðar

Brussel vöfflur. Dags daglega er talað um belgískar vöfflur. Í Brussel í vor komumst við að því að mikill munur er á vöfflum í þeirri frægu vöffluborg eftir því hvar þær eru keyptar og hvernig deigið er. Tvær best þekktu vöfflutegundirnar í Belgíu eru ólíkar. Annars vegar er um að ræða Brussel vöfflur og Liege vöfflur. Liege vöfflurnar eru óreglulegar og oft með perlusykri. Deigið er einnig gjörólíkt. Í Brusselvöflurnar er notað bæði lyftiduft og þurrger. Þá gerir sódavatnið þær stökkar. Kannski ekki verra að taka fram að Liege vöfflurnar eru meira street food og hinar kaffihúsa vöfflur.

SaveSaveSaveSave

SaveSave

Kartöflusalat með kapers

Kartöflusalat

Kartöflusalat með kapers. Ef ég man rétt þá kemur frumútgáfan frá Jamie Oliver. Þrusugott salat sem hentar með flestum mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af kapers svo ég setti heldur meira af því og eins og eina tsk af kaperssafa með.