Lasagna með ricotta- og spínathjúp – fullkomið fjörefnafóður

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.
Lasagna með ricotta- og spínathjúp

Lasagna með ricotta- og spínathjúp

Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er – fullkomið fjörefnafóður.

LASAGNASPÍNAT

.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp

6 msk ólífuolía

1 meðalstórt eggaldin skorið í litla bita

250 g sveppir, skornir í sneiðar

3 rauðar paprikur, skornar í strimla

2 hvítlauksrif, söxuð

1 laukur, saxaður

1 tsk grænmetiskraftur

salt og pipar

1 msk oreganó

500 ml passata (tómatmauk)

8-10 lasagnablöð

2 dl ricotta

2 dl smátt saxað spínat

1 dl grænt pestó

2-3 msk rifinn parmasan

1 dl furuhnetur.

Steikið eggaldin á pönnu í hluta af olíunni og setjið í skál, steikið því næst sveppi og setjið í sömu skál. Steikið loks lauk og hvítlauk í restinni af olíunni og blandið saman við grænmetið. Kryddið og blandið saman.

Setjið helminginn af grænmetinu í eldfast form, dreifið helmingnum af tómatsósunni yfir og svo lasagnablöð þar yfir. Endurtakið. Blandið saman ricotta, spínati, parmasan og pestói og dreifið yfir. Setjið álpappír yfir og bakið við 175° í um 40 mín. Takið álpappírinn af, stráið furuhnetum og parmasan yfir og bakið áfram í um 15 mín. við 150°. Berið fram með grænu fersku salati.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

LASAGNASPÍNAT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp. Gestabloggarinn Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona og eiginmaður hennar Arnold Postl buðu fjölskyldunni í sunnudagshádegismat eins og kom fram hér ekki fyrir löngu. Í eftirrétt var þessi rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp :)

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi. Matgæðingar frá White Guide Nordic velja árlega bestu veitingastaðina á Norðurlöndunum. Hér er listinn sem gildir fyrir árið 2017, eins og áður er Dill í efsta sætinu.