Auglýsing

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp. Borðum meira grænmeti! Það mælir allt með aukinni grænmetisneyslu. Grænmetisréttir eru auðveldir, fallegir og oft á tíðum ódýrir. Svo þarf nú varla að taka fram lengur hve hollt grænmetið er – fullkomið fjörefnafóður.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp

6 msk ólífuolía

1 meðalstórt eggaldin skorið í litla bita

250 g sveppir, skornir í sneiðar

3 rauðar paprikur, skornar í strimla

2 hvítlauksrif, söxuð

1 laukur, saxaður

1 tsk grænmetiskraftur

salt og pipar

1 msk oreganó

500 ml passata (tómatmauk)

8-10 lasagnablöð

2 dl ricotta

2 dl smátt saxað spínat

1 dl grænt pestó

2-3 msk rifinn parmasan

1 dl furuhnetur.

Steikið eggaldin á pönnu í hluta af olíunni og setjið í skál, steikið því næst sveppi og setjið í sömu skál. Steikið loks lauk og hvítlauk í restinni af olíunni og blandið saman við grænmetið. Kryddið og blandið saman.

Setjið helminginn af grænmetinu í eldfast form, dreifið helmingnum af tómatsósunni yfir og svo lasagnablöð þar yfir. Endurtakið. Blandið saman ricotta, spínati, parmasan og pestói og dreifið yfir. Setjið álpappír yfir og bakið við 175° í um 40 mín. Takið álpappírinn af, stráið furuhnetum og parmasan yfir og bakið áfram í um 15 mín. við 150°. Berið fram með grænu fersku salati.

Lasagna með ricotta- og spínathjúp.

Auglýsing

3 athugasemdir

  1. Hæhæ, mig langar svo að prófa þetta girnilega lasagna, en veit ekki hvar ég fæ Ricotta ost, getur þú bent mér á hvar hann fæst

    • Ricotta fæst í flestum búðum. Hins vegar fór ég á netið, fann þar uppskrift og bjó sjálfur til ricotta. Það er mjög auðvelt

      • Ég hef ekki séð þetta í búðum, sennilega ekki að versla í réttu búðunum 😉 en ég hef velt því fyrir mér áður að prófa að búa hann til, ætli maður skelli sér ekki bara í það.

Comments are closed.