Kosningakaffisamkundur eru dásamlegar

Napóleonskökurnar frægu úr Gamla Bakaríinu gamla bakaríið SAMKUNDUR — KOSNINGAR — ÍSAFJÖRÐUR — KOSNINGAKAFFI — TERTUR — KAFFIBOÐ — BRAUÐRÉTTIR — ÞJÓÐLEGT — ÍSLENSKT — Kosningakaffisamkundur eru dásamlegar ísafjörður kaffimeðlæti kaffiveisla kosning kosningakaffi
Ísfirðingar fara hamförum þegar kemur að því að undirbúa og bjóða í kosningakaffi

Kosningakaffisamkundur eru dásamlegar

Það er svo notalegt að fara á milli og smakka á kaffiveitingum hjá frambjóðendum á kosningadag, finna hlýhuginn og hátíðlega stemningu. Þetta eru hinar dásamlegustu samkundur, létt yfir öllum eftir kosningaham viknanna á undan og áður en tölur eru birtar. Prúðbúið fólk fer á milli og gerir kosningakaffinu góð skil á hverjum stað. Ísfirðingar slógu ekki slöku við frekar en fyrridaginn og á öllum þremur stöðunum voru borðin hlaðin veitingum – einstaklega góðum veitingum. Þjóðleg og falleg hefð.

🇮🇸

SAMKUNDURKOSNINGARÍSAFJÖRÐURKOSNINGAKAFFITERTURKAFFIBOÐBRAUÐRÉTTIRÞJÓÐLEGTÍSLENSKT

🇮🇸

Brauðterta á kosningakaffihlaðborði á Ísafirði
Napóleonskökurnar frægu úr Gamla Bakaríinu
Annska er kosningastjóri Í listans á Ísafirði
Skinkubrauðterta á kosningakaffihlaðborði á Ísafirði
Rækjubrauðterta á kosningakaffihlaðborði á Ísafirði
Brauðterta á kosningakaffihlaðborði á Ísafirði
Skonsubrauðterta á kosningakaffihlaðborði á Ísafirði
Kosningakaffihlaðborð á Ísafirði
Kosningakaffihlaðborð á Ísafirði
Kosningakaffihlaðborð á Ísafirði
Marengsterta á kosningakaffihlaðborð á Ísafirði
Kosningakaffihlaðborð á Ísafirði
Skúffukaka á kosningakaffihlaðborð á Ísafirði
Heimabakað brauð á kosningakaffihlaðborð á Ísafirði
Kosningakaffi á Hornafirði. Mynd: Þórdís Þórsdóttir.
Hlaðborð Fjarðalistans í Fjarðabyggð. Ingunn Indriðadóttir útbjó brauðtertuna. Mynd Þórunn Ólafsdóttir
Kosningakaffi á Fáskrúðsfirði. Mynd: Björn Emil Jónsson

🇮🇸

SAMKUNDURKOSNINGARÍSAFJÖRÐURKOSNINGAKAFFITERTURKAFFIBOÐBRAUÐRÉTTIRÞJÓÐLEGTÍSLENSKTHORNAFJÖRÐUR

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.