Súkkulaðimús – Mousse au chocolat

Súkkulaðimús Súkkulaðimús - Mousse au chocolat
Súkkulaðimús – Mousse au chocolat – silkimjúk.

Súkkulaðimús – Mousse au chocolat

Silkimjúk og unaðslega góð súkkulaðimús sem ekki er nokkur leið að hætta að borða fyrr en allt er búið.

.

SÚKKULAÐIMÚS SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR

.

Súkkulaðimús – Mousse au chocolat Fyrir 10 glös

200 g dökkt gott súkkulaði

75 g smjör

9 egg

125 g sykur

2 msk koníak

Bræðið saman súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum. Þeytið eggjarauðurnar létt og blandið saman við súkkulaðið og smjörið í smáum skömmtum. Blandið síðan saman við eggjahvíturnar ásamt koníakinu. Hellið í litlar skálar og geymið í kæli. Skreytið með rjóma, jarðarberi eða öðru sem hugmyndaflugið lætur ráða.

.

SÚKKULAÐIMÚS SÚKKULAÐI — EFTIRRÉTTIR

—  SÚKKULAÐIMÚS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portvínssoðin fíkjusulta

Portvínssoðin fíkjusulta. Það er bæði auðvelt og fljótlegt að útbúa fíkjusultu eins og þessa. Hún hentar afar vel með ostum og eflaust líka með (grill)steikum þó ég hafi ekki prófað það

Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónukaka

Kókos-sítrónukaka

Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, - þeir finna hvort eð er ekki muninn!

Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb. Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í."