Kartöflu- og eplasalat

Kartöflu- og eplasalat

Kartöflu- og eplasalat. Nú eru landsmenn í óðaönn að taka upp kartöflur úr görðum sínum og gott að nota þær í ýmislegt eins og gott, hollt salat.

Kartöflu- og eplasalat

1 kg kartöflur

3 msk kapers

1 dl saxaður blaðlaukur

1 msk sítrónusafi

2 b steinselja, basil og græni hlutinn af selleríinu

2 msk hvítvíns- eða eplaedik

1/3 b ólífuolía

2 rauð epli, skorin í bita

3 sellerístilkar saxaðir

1 b gróft saxað grænkál eða spítnat

1 ds kjúklingabaunir

salt og pipar.

Sjóðið kartöflurnar, hellið af þeim vatninu og látið þær rjúka í um 20 mín. Setjið kapers, blaðlauk, sítrónusafa, steinselju, basil og sellerí í blandara og maukið vel. Skerið kartöflurnar gróft, bætið dressingunni yfir og eplunum, selleríinu, grænkáli eða spínati og kjúklingabaunum. Kryddið með salti og pipar. Berið salatið fram við stofuhita.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frönsk eplabaka

Fronskeplabaka

Frönsk eplabaka. Ó, þessi er alltaf svo góð, vorum með matarboð þar sem þemað var Frakkland, gestirnir lofuðu bökuna í hástert, hún var borin var fram með Kjörís ársins

Fíkju- og apríkósubrauð

Fíkju- og apríkósubrauð. Mjög gott og hollt brauð sem er ekki of sætt. Eggjalaust og fitulaust. Það er gaman að bíta í fíkjubitana og finna hvernig smellur í þeim...  Á heimilinu var að vísu ekki til nema einn bolli af spelti svo ég hafði annan af heilhveiti. Svo voru teskeiðarnar af kanil vel kúfaðar