Auglýsing

Kartöflu- og eplasalat

Kartöflu- og eplasalat. Nú eru landsmenn í óðaönn að taka upp kartöflur úr görðum sínum og gott að nota þær í ýmislegt eins og gott, hollt salat.

Auglýsing

Kartöflu- og eplasalat

1 kg kartöflur

3 msk kapers

1 dl saxaður blaðlaukur

1 msk sítrónusafi

2 b steinselja, basil og græni hlutinn af selleríinu

2 msk hvítvíns- eða eplaedik

1/3 b ólífuolía

2 rauð epli, skorin í bita

3 sellerístilkar saxaðir

1 b gróft saxað grænkál eða spítnat

1 ds kjúklingabaunir

salt og pipar.

Sjóðið kartöflurnar, hellið af þeim vatninu og látið þær rjúka í um 20 mín. Setjið kapers, blaðlauk, sítrónusafa, steinselju, basil og sellerí í blandara og maukið vel. Skerið kartöflurnar gróft, bætið dressingunni yfir og eplunum, selleríinu, grænkáli eða spínati og kjúklingabaunum. Kryddið með salti og pipar. Berið salatið fram við stofuhita.