Auglýsing
Formkaka með ávöxtum Sólrún björnsdóttir steindór heiði fíkjur gráfíkjur brauð kaka apríkósur döðlur möndlur
Formkaka með ávöxtum

Formkaka með ávöxtum. Heiðurshjónin Sólrún og Steindór buðu í síðdegiskaffi á sunnudegi fyrir skömmu, til stóð að hjóla til þeirra rúmlega 20 km en vegna óhagstæðs veðurs varð ekki af því. Þegar Sólrún undirbjó komu okkar (já eða þau bæði) gerði hún ráð fyrir okkur glorhungruðum eftir langan hjólatúr og var allan morguninn að baka með kaffinu. Í þessa köku má nota hvaða tegund sem er af hnetum – þess vegna blanda tveimur eða þremur tegundum saman. Svo er eflaust gott að setja svolítið af bökunarkryddum eins og negul, kanil eða allrahanda saman við deigið.

Formkaka með ávöxtum

Auglýsing

225 g hnetur, saxaðar gróft

100 g heilar möndlur með hýði

225 g döðlur, saxaðar gróft

225 g apríkósur, skornar í tvennt

225 g gráfíkjur, skornar í tvennt

3 egg

150 g heilhveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

2 msk apríkósumarmelaði

Blandið öllu saman og setjið í smurt formkökuform og bakið við 150° í um 1 klst.