Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

guðbjörg steinsdóttir hermann steinsson dalir Fáskrúðsfjörður dalaættin sigrún Steinsdóttir Friðrik steinsson Draumaterta, terta, mjög góð, súkkulaðikrem – dalaættin dalir algjörlega dásamlega góð kaka terta steinunn Björg  Sigrún, Guðbjörg, Friðrik, Hulda og Sigríður Steinsbörn frá Dölum dalir Fáskrúðsfjörður vilborg sigfúsdóttir
Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Draumaterta

Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð – svona allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns. Steinunn Björg frænka mín kom með draumatertuna sem stendur algjörlega undir nafni og er algjör draumur.

— PÁLÍNUBOÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — STEINUNN BJÖRG

.

Hlaðborð pálínuboð allir bjóða öllum Amma á egilsstöðum vilborg sigfúsdóttir Eiríkur guðmundsson

 

Draumaterta

5 egg
200 g sykur
150 g pekanhnetur, saxaðar
150 g döðlur, saxaðar
150 g suðusúkkulaði, saxað
70 g kornflex
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 l rjómi

Fílakaramellukrem:
200 g Fílakaramellur
1 dl rjómi
Botnar: Þeytið saman egg og sykur. Bætið hnetum, döðlum, súkkulaði, kornflexi og lyftidufti. Blandið saman við með sleikju. Bakið í tveimur kringlóttum formum við 200°C í ca 20-30 mín. Kælið botnana
Þeytið rjómann og setjið á milli botnanna.
Bræðið karamellurnar í potti með rjómanum. Hellið yfir kökuna.
Látið tertuna bíða í ísskáp í nokkra klukkutíma – bjóðið í kaffi. Þessari má gjarnan deila
Uppskriftin birtist upphaflega á hinni ágætu síðu eldhússögur.com en hér er hún lítillega breytt

Afkomendur Vilborgar Sigfúsdóttur
Hluti afkomenda ömmu, Vilborgar Sigfúsdóttur

 

Sigrún Didda Guðbjörg Friðrik steinsson hulda Sigríður steinsdóttir dalir
Sigrún, Guðbjörg, Friðrik, Hulda og Sigríður Steinsbörn frá Dölum. Á myndina vantar Hermann

— PÁLÍNUBOÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — STEINUNN BJÖRG

— DRAUMATERTAN —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Handaband – persónulegt og hlýlegt

Handaband

Handaband. Talið er að það taki okkur aðeins nokkrar sekúndur að ákveða hvort okkur líkar við persónu sem við hittum í fyrsta skipti. Handaband getur sagt margt um persónuleika og hlýleika þess sem heilsar. Að taka í höndina á annari manneskju getur táknað meira en sjálfsagða kurteisi, ekki síst þegar um viðskipti er að ræða. Það getur sagt talsvert um traust, áreiðanleika, hreinskiptni og falsleysi.

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk

Grænmetissúpa með kókosmjólk. Flestir eiga nokkrar tegundir af grænmeti í ísskápnum og/eða frystinum. Látið hugmyndaflugið ráða för þegar þið útbúið þessa súpu, bæði þegar þið veljið grænmeti og líka krydd. Þeir sem eru hrifnir af engiferi mega gjarnan láta það útí. Stundum sýð ég linsubaunir með grænmetinu. Súpuna þarf ekki að þykkja.

Pavlova

Pavlova

Pavlova. Alloft er einfalt það besta og Pavlova er sérlega einföld og auðveld. Í grunninn samanstendur hún af marensbotni, þeyttum rjóma og ávöxtum. Til er fjöldinn allur af uppskriftum, en yfirleitt finnst mér alltof mikið af sykri í þeim. Það er aldrei notalegt þegar munnurinn verður loðinn af sykri. Ég prófaði mig því áfram og niðurstaðan varð þessi.

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)