Draumaterta
Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð – svona allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns. Steinunn Björg frænka mín kom með draumatertuna sem stendur algjörlega undir nafni og er algjör draumur.
— PÁLÍNUBOÐ — TERTUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — STEINUNN BJÖRG —
.
Draumaterta
5 egg
200 g sykur
150 g pekanhnetur, saxaðar
150 g döðlur, saxaðar
150 g suðusúkkulaði, saxað
70 g kornflex
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 l rjómi
Fílakaramellukrem:
200 g Fílakaramellur
1 dl rjómi
Botnar: Þeytið saman egg og sykur. Bætið hnetum, döðlum, súkkulaði, kornflexi og lyftidufti. Blandið saman við með sleikju. Bakið í tveimur kringlóttum formum við 200°C í ca 20-30 mín. Kælið botnana
Þeytið rjómann og setjið á milli botnanna.
Bræðið karamellurnar í potti með rjómanum. Hellið yfir kökuna.
Látið tertuna bíða í ísskáp í nokkra klukkutíma – bjóðið í kaffi. Þessari má gjarnan deila
Uppskriftin birtist upphaflega á hinni ágætu síðu eldhússögur.com en hér er hún lítillega breytt
–
— PÁLÍNUBOÐ — TERTUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — STEINUNN BJÖRG —
–