Auglýsing
guðbjörg steinsdóttir hermann steinsson dalir Fáskrúðsfjörður dalaættin sigrún Steinsdóttir Friðrik steinsson Draumaterta, terta, mjög góð, súkkulaðikrem – dalaættin dalir algjörlega dásamlega góð kaka terta steinunn Björg  Sigrún, Guðbjörg, Friðrik, Hulda og Sigríður Steinsbörn frá Dölum dalir Fáskrúðsfjörður vilborg sigfúsdóttir
Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Draumaterta

Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð – svona allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns. Steinunn Björg frænka mín kom með draumatertuna sem stendur algjörlega undir nafni og er algjör draumur.

— PÁLÍNUBOÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — STEINUNN BJÖRG

.

Hlaðborð pálínuboð allir bjóða öllum Amma á egilsstöðum vilborg sigfúsdóttir Eiríkur guðmundsson

 

Draumaterta

5 egg
200 g sykur
150 g pekanhnetur, saxaðar
150 g döðlur, saxaðar
150 g suðusúkkulaði, saxað
70 g kornflex
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 l rjómi

Fílakaramellukrem:
200 g Fílakaramellur
1 dl rjómi
Botnar: Þeytið saman egg og sykur. Bætið hnetum, döðlum, súkkulaði, kornflexi og lyftidufti. Blandið saman við með sleikju. Bakið í tveimur kringlóttum formum við 200°C í ca 20-30 mín. Kælið botnana
Þeytið rjómann og setjið á milli botnanna.
Bræðið karamellurnar í potti með rjómanum. Hellið yfir kökuna.
Látið tertuna bíða í ísskáp í nokkra klukkutíma – bjóðið í kaffi. Þessari má gjarnan deila
Uppskriftin birtist upphaflega á hinni ágætu síðu eldhússögur.com en hér er hún lítillega breytt

Afkomendur Vilborgar Sigfúsdóttur
Hluti afkomenda ömmu, Vilborgar Sigfúsdóttur

 

Sigrún Didda Guðbjörg Friðrik steinsson hulda Sigríður steinsdóttir dalir
Sigrún, Guðbjörg, Friðrik, Hulda og Sigríður Steinsbörn frá Dölum. Á myndina vantar Hermann

— PÁLÍNUBOÐTERTURFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — STEINUNN BJÖRG

— DRAUMATERTAN —

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Ég gerði þessa fyrir 17. júní. Hún heppnaðist afar vel, þrátt fyrir að ég eigi einungis lítil form. Svo ég gerði þriggja hæða, það kom ljómandi vel út 🙂
    Það eru engar ýkjur hjá þér, kakan er alger draumur!

Comments are closed.