Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart
Geiri Smart restaurant

Geiri Smart – veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

.

GEIRI SMARTVEITINGASTAÐIRÍSLANDHVERFISGATA

.

Geiri Smart
Geiri Smart restaurant

Hverfisgatan í Reykjavík hefur heldur betur tekið breytingum síðustu mánuði og enn er verið að betrumbæta. Á jarðhæð í nýbyggðu húsi, beint á móti danska sendiráðinu, er veitingahúsið Geiri smart. Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN … Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.

Eldhúsið er að hluta til opið og hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum, án þess þó að það trufli gesti staðarins. Vel þjálfað starfsfólk stóð sig með mikilli prýði. Eins og áður hefur komið fram getur verið truflun þegar þjónustufólk er sí og æ að spyrja hvernig bragðist og allt það. Þjónarnir voru fumlausir, hlýlegir og með vakandi augu.

Stífaðar tauservíettur og gljáfægð glös gáfu tóninn, við bjuggumst strax við klassa og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Við létum koma okkur á óvart með 5 rétta matseðlum, annars vegar hefðbundnum og hins vegar grænmetisseðli sem sló ekki síður í gegn. Hver réttur var eiginlega eins og listaverk, elegant en þó látlaus, jafnvægið í bragðsinfóníunni var eins og létt sunnangola.

Stórfín hugmynd hvernig vínum er raðað á vínseðilinn, eftir breiddargráðum þaðan sem vínþrúgurnar koma, frá 41°S til 48.°N. Borðvínið var valið af vínfræðingi hússins og gekk í uppbyggjandi hjónaband við matinn, þar sem hvort vóg annað upp.

geirismart

Fordrykkirnir voru hver öðum betri og fallegir að sjá. Þeir bera nöfn laga sem voru þekkt á blómatíma Spilverksins, eins og Jungle boogie, You sexy thing, Cats in the cradle og óáfengi koktelinn Waterloo kom á óvart.

 

Geiri Smart
Glóðaður urriði, einiber, fjörujurtir, heslihnetur, skeljasoð

 

Geiri Smart
Bökuð vatnsmelóna, tómatar, ferskostur, rabarbari, túnsúra
Geiri Smart
Íslenskir villtir sveppir, steikt eggjabrauð, gnalling ostur, sætt edik
Geiri Smart
Gnocchi úr dönskum osti, glóðað spergilkál, gulrætur og grænertusósa.

Geiri Smart
Gullauga, grásleppuhrogn, grænar ertur, stökkt kjúklingaskinn

Geiri Smart

…. … ….

Geiri Smart
Þorskur, kartöflumús, hvítur laukur, skessujurt, black garlic.
Geiri Smart
Graskers praline, graskerskaka, mascarpone, svartpiparís, hafþyrniberjagraníta.To die for

Geiri Smart
Ís með íslenskum aðalbláberjum

Geiri Smart Geiri Smart Geiri Smart Geiri Smart

Texti: Albert Eiríksson albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.