Krydd & Tehúsið í Þverholti

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið í ÞverholtiKrydd & TehúsiðKrydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið      Krydd & TehúsiðKrydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu – satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.

Um daginn var ég í Krydd &Tehúsinu og fékk hjá þeim laukblöndu ættaða frá Sikiley til að setja saman við kúskús. Já og í kaupbæti fékk ég ráð hvernig á að meðhöndla kúskús svo ekki klessist saman.

Hægt er að kaupa krydd, te, fræ, hnetur og þurrkaða ávexti í lausavikt. Satt best að segja var ég alveg að missa mig í öllu kryddtegundunum 🙂

Hver kannast ekki við að lenda í vandræðum með gjafir til fólks „sem á allt”. Þá er upplagt að gefa framandi krydd, hunang, ólífur eða annað frá Ólöfu og Omry.

Boðið er upp á kynningu fyrir hópa á framandi kryddum og einnig er sýnikennsla í matreiðslu

Það var auðsótt að fá Omry til að elda einn góða rétt fyrir síðuna. Kjúklingasnitsel með kartöflumús, salati og tzatzikisósu.

Snitsel

Kjúklingasnitzel 4-6
4 kjúklingabringur, skornar í helming og barðar með buffhamri þar til þær eru ca ½ cm þykkar
1 staukur eða 100 gr Kryddað brauðrasp frá Krydd & Tehúsinu
blandið saman við 1 bolla af hveiti
½ tsk pipar
½ tsk salt

2 egg, hrærð og sett í skál
gott að setja 1 tsk af chili sósu/sterku sinnepi út í eggið en má sleppa

Kjúklingurinn er settur í skálina með eggjunum. Brauðraspið, hveitið, salt og pipar sett í aðra skál og kjúklinunu velt uppúr þessari blönu og svo steiktur á pönnu með heitri olíu sem þekur hann að hálfu. Steikjið á báðum hliðum þar til þið fáið fallegan gullinbrúnan lit.
Veiðið kjúklinginn uppúr pönnunni og leggið á fat með eldhúsrúllu pappír til að þerra af honum mestu olíunni.

Kartöflumús fyrir 4-6
4 stórar kartöflur afhýðaðar og skornar í bita
mace Krydd & Tehúsið
salt
pipar

Kartöflurnar eru soðnar þar til mjúkar, settar í matvinnsluvél og maukaðar þar til þær eru orðnar kekklausar. Salt og pipar eftir smekk, mace á hnífsoddi bætt saman við. Blandið aðeins af vatninu sem kartöflurnar suðu í þar til þið fáið áferð sem ykkur líkar (ekki of þunna þó). Má líka setja aðeins smjörklípu út í.

 

Dressing fyrir salatið
1 msk hunang (Krydd & Tehúsið)
1-1 ½ tsk hvítt balsamic edik (Krydd & Tehúsið)
½ bolli olífuolía (Krydd & Tehúsið)
ögn af salti (Krydd & Tehúsið)
Þessu hrært saman og hellt út á ferskt salat

Tzatziki (grísk jógúrtsósa)
½ bolli grísk jógúrt
½ tsk tzatziki kryddblanda (Krydd & Tehúsið)
Þessu hrært saman og látið standa í að minnsta 20 mínáður en borið fram, til að kryddið brjóti sig bragðið komi fram.

Krydd & Tehúsið Krydd & TehúsiðKrydd & TehúsiðKrydd & TehúsiðKrydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

albert.eiriksson@gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.