Auglýsing

Omnom Kyle Blinder Clunies-Ross súkkulaðiskólinn bergþór Albert

Omnom – íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli Það er vinsælt að fara í súkkulaðikynningu í Omnom. Það er áhugavert fyrir súkkulaðinörda og líka venjulegt fólk. Þar er lögð svo mikil alúð í framleiðsluna að líkja má því við nostur afburða rauðvínsframleiðenda.

Auglýsing

Omnom er eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiðir súkkulaði úr baun í bita ef svo má segja. Þar eru aðeins notaðar gæða lífrænar kakóbaunir. Baunirnar koma frá mismunandi stöðum í heiminum en bragðupplifun er mismunandi eftir svæðum og gaman að uppgötva hvað gerir hvert svæði einstakt. Baunirnar sem eru núna á Omnom koma frá Madagascar og Tanzaniu.

Mæja, verslunarstjóri og skólastjóri í súkkulaðiskóla Omnom tók ljúflega á móti okkur og svaraði öllum spurningum: „Okkar markmið er að allt sem við framleiðum, sé upplifun fyrir bragðlaukana, með bestu mögulegu hráefni. Við byrjum á því að rista baunirnar okkar, aðskiljum síðan skelina frá nibbunum og mölum nibburnar. við tekur svo fínmölun, þar sem við blöndum saman hrásykri og mjólkurduftti, þegar við á. Allt ferlið getur tekið 3-4 sólarhringa, áður en tilbúið súkkulaðið er komið í umbúðir. Við leggjum okkur því fram við að vera skapandi, jákvæð og prófa okkur áfram með nýjar hugmyndir. Kakóbaunir eru mjög áhugavert hráefni og erum við ávallt að kanna nýjar tegundir af baunum.”

Omnon er nýlega flutt að Hólmaslóð 4 á Grandasvæðinu í Reykjavík og þangað héldum við félagar í súkkulaðiskólann. Kyle Blinder Clunies-Ross leiddi okkur í gegnum allt fíneríið. Hann er frá Brasilíu, en talar íslensku lýtalaust, orðaforði og máltilfinning þannig að margir Íslendingar mættu taka sér hann til fyrirmyndar.

Kyle er öllum súkkulaðihnútum kunnugur og af honum lærðum við fjölmargt um flókið vinnsluferli og að súkkulaði er ekki sama og súkkulaði. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og við mælum aldeilis með heimsókn þangað (þiðfáiðaðsmakkaáallsskonarsúkkulaði). Netfangið er tours@omnomchocolate.com

Á Hólmaslóð er einnig verslun með því sem framleitt er í Omnon. Þaðan er hægt að fylgjast með sjálfri súkkulaðivinnslunni þar sem það eina sem skilur vinnsluna og verslunina að er gler.

Súkkulaðistykki frá Omnom er ljúffeng tækifærisgjöf fyrir fólk með flottan smekk og stíl.

Íslenskt súkkulaði, já takk 🙂

Omnom - íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli.  Omnom Omnom  Omnom Omnom  Omnom  Omnom Omnom Omnom  Omnom Omnom Omnom   Omnom   Omnom Omnom Omnom Bragi Bergþórsson

albert.eiriksson (hjá) gmail.com

Myndir: Bragi Bergþórsson