Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma

Hægeldaður lambahryggur – steiktur í ellefu klukkutíma íslenskt lambakjöt Hægeldaður, lambahryggur, slow cook hryggur
Hægeldaður lambahryggur

Hægeldaður lambahryggur

Jólamaturinn í ár var hægeldaður lambahryggur, safaríkur með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðrófu- og eplasalati, rauðkáli og sveppasósu.

LAMBAHRYGGURSULTALAMBAKJÖTSYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLUR — 

Lambahryggur
Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 40-45°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.

Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 40-45°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.

Með hryggnum var drukkið Campo Viejo Gran Reserva spánskt rauðvín

Það má vel mæla með þessari steikingaraðferð

UPPFÆRT: Síðast þegar ég eldaði hrygginn smurði ég hann með þunnu lagi af Dijon sinnepi, kryddaði með timían, rósmarín, salti og pipar og var með hann í 5 1/2 klst í ofninum á 40°C Síðustu mínúturnar hækkaði ég hitann í 200° í rúmar tíu mín eða þangað til skorpan var orðin falleg. Ennþá betri hryggur en hinn fyrri 🙂

Sykurbrúnaðar kartöflur, brúnaðar
Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Páll, Albert, Bergþór
Páll, Albert og Bergþór

 

 

.

— HÆGELDAÐUR LAMBAHRYGGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.