Hægeldaður lambahryggur
Jólamaturinn í ár var hægeldaður lambahryggur, safaríkur með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðrófu- og eplasalati, rauðkáli og sveppasósu.
— LAMBAHRYGGUR — SULTA – LAMBAKJÖT — SYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLUR —
Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 40-45°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.
Með hryggnum var drukkið Campo Viejo Gran Reserva spánskt rauðvín
Það má vel mæla með þessari steikingaraðferð
UPPFÆRT: Síðast þegar ég eldaði hrygginn smurði ég hann með þunnu lagi af Dijon sinnepi, kryddaði með timían, rósmarín, salti og pipar og var með hann í 5 1/2 klst í ofninum á 40°C Síðustu mínúturnar hækkaði ég hitann í 200° í rúmar tíu mín eða þangað til skorpan var orðin falleg. Ennþá betri hryggur en hinn fyrri 🙂
.
.