Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 40-45°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.
Hryggurinn beið þiðinn í ísskáp í fjóra daga. Síðan tók ég hann úr ísskápnum, kryddaði með timian, rósmarín, salti og pipar og lét bíða í um klukkustund. Að því búnu fór hann í ofninn á 40-45°C með álpappír yfir og var þar í ellefu tíma. Síðasta korterið tók ég álpappírinn af og hækkaði hitann í 180 til að fá stökka skorpu.
UPPFÆRT: Síðast þegar ég eldaði hrygginn smurði ég hann með þunnu lagi af Dijon sinnepi, kryddaði með timían, rósmarín, salti og pipar og var með hann í 5 1/2 klst í ofninum á 40°C Síðustu mínúturnar hækkaði ég hitann í 200° í rúmar tíu mín eða þangað til skorpan var orðin falleg. Ennþá betri hryggur en hinn fyrri 🙂
Vinkvennakaffi Alberts. Þær eru ólíkar hefðirnar svo ekki sé nú meira sagt. Allt frá því ég stofnaði og rak safnið um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði var nokkrum góðum vinkonum boðið í síðdegiskaffi þegar ég kom aftur til borgarinnar að afloknu sumri. Þessi siður hefur nú haldist í tæp tuttugu ár. Núna er ég kominn til borgarinnar eftir blíðskapar sumar í Breiðdalnum og hélt hið árlegta vinkvennakaffi á dögunum. Hingað mættu prúðbúnar, sumarlegar dömur sem byrjuðu á því að skála í freyðivíni áður en þær settust við kaffiborðið.
Vinsælustu borðsiðafærslurnar janúar - júlí. Á hverjum föstudegi allt þetta ár birtast hér færslur um borðsiði og annað sem tengist borðhaldi, veislum og þess háttar. Það kom ánægjulega á óvart hversu vel fólk er þakklátt fyrir færslurnar og er duglegt að deila þeim. Í öllum bænum ekki halda að ég sé fullkominn í þessum málum, en mér hefur farið fram :) Hér er listi yfir átta mest skoðuðu borðsiðafærslurnar frá áramótum til loka júní.
Ávextir á þremur hæðum.Það er upplagt að nota þriggja hæða smákökudiskana, sem víða eru til og flestir nota á jólunum, undir ávexti og grænmeti. Fátt er eins fallegt og girnilegt og litfagrir ávextir.