Döðlunammi Elvu Óskar – alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar - SUDDALEGT alveg suddalega gott Elva Ósk Óskarsdóttir Auður Gunnarsdóttir Döðlunammi Elvu Óskar - alveg suddalega gott döðlur
Döðlunammi Elvu Óskar – SUDDALEGT alveg suddalega gott

Döðlunammi Elvu Óskar

„Dóttir mín kenndi mér að gera þetta nammi – í einhverju heilsuátakinu vildum við finna eitthvað gott að maula sem innihélt ekki hvítan sykur og þetta er útkoman – alveg suddalega gott” segir Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona.
Ég var svo ljónheppinn að vera „óvart” staddur í Óperunni þegar aðstendur óperunnar Mannsraddarinnar (La Voix Humaine) eftir Francis Poulenc) gerðu sér glaðan dag með ýmsu góðgæti (lesist: #éggerðimérferðþangaðþegarégfréttiaföllukaffimeðlætinu)

Leiðir okkar Elvu Óskar lágu þannig saman að hún las með mér inn á ÚTVARPSÞÁTTARÖÐ sem ég gerði fyrir rúmum áratug um franska sjómenn sem sóttu sjóinn við Íslandsstrendur.

#2017Gestabloggari3/52DÖÐLUGOTTFRANSKIR SJÓMENN

.

Elva Ósk Auður Gunnarsdóttir
Elva Ósk og Auður Gunnarsdóttir

Döðlunammi Elvu Óskar

270 g döðlur

120 g kókosolía

2 msk. kakó

Brætt saman við vægan hita og stappað saman þar til þetta er orðið að mauki.

2 msk. chiafræ

3 dl. blásið Quinoa (fæst í Hagkaup)

smá salt

bætið útí maukið, hrærið saman og fletjið út á bökunarpappír, ca. 1-2 cm. á þykkt

Frystið í minnst 2 tíma – skerið í teninga.

Elva Ósk og Albert Eiriksson
Elva Ósk og Albert

#2017Gestabloggari3/52DÖÐLUGOTTFRANSKIR SJÓMENN

— DÖÐLUNAMMIÐ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.