Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017 kartöflur nýuppteknar

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.

Íslenskar kartöflur Bergþór, Albert Kjartan Örn

 

Kristinn Brynjólfsson hefur fest kaup á Kartöflugeymslunum og ætlar þar að opna hönnunar- og listamiðstöð með glæsilegum veitingastað.

Kristinn Brynjólfsson hefur fest kaup á Kartöflugeymslunum og ætlar þar að opna hönnunar- og listamiðstöð með glæsilegum veitingastað.

Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari og Georg Arnar Halldórsson

Kartöflugeymslurnar. Saga geymslnanna nær allt aftur til seinni heimsstyrjaldar, þegar bandaríski flotinn reisti þær í Hvalfirði sem sprengjugeymslur. Eftir styrjöldina, árið 1946, réðst Jóhannes G. Helgason, athafnamaður í Reykjavík, í það þrekvirki að kaupa braggana af hernum og lét flytja þá til Reykjavíkur, en þeir voru sjö talsins. Jóhannes var fæddur í Vík í Mýrdal 1911, fluttist síðar til Reykjavíkur en bjó einnig um tíma erlendis við nám í Frakklandi, Bretlandi og síðar í Bandaríkjunum. Við undirbúning þessara framkvæmda var leitað fanga hjá helstu sérfræðingum um fyrirkomulag og rekstur grænmetisgeymslna í Frakklandi, Bretlandi og á Norðurlöndunum. Enda var hér um að ræða geymslur sem stóðust fyllstu gæðakröfur þess tíma. Braggana gróf Jóhannes síðan allt að 30 metra inn í Ártúnsbrekkuna þannig að einungis framhliðin var sýnileg.

Þótti þetta mjög merkileg framkvæmd á sínum tíma og gjörbreytti möguleikunum á því að geyma kartöflur. Í frétt sem Morgunblaðið skrifaði um þetta framtak og birtist í blaðinu laugardaginn 25. maí 1946 segir “að með jarðhúsunum megi draga úr geymsluskemmdum, og drýgja uppskeruna og á þann hátt spara erlendan gjaldeyri”. Sama dag fjallaði Tíminn einnig um þessa framkvæmd og sagði: “Jarðhús þessi verða að öllu leyti vel úr garði gerð og eins og þau bezt þekkjast erlendis. Þau verða með sjálfvirkum vélum, er tryggja rétt hita- og rakastig fyrir garðávextina.”

Íslenski kartöfludagurinn

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff. Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja.

Matarbúr Kaju Óðinsgötu – lífræn verslun

kaja

Matarbúr Kaju Óðinsgötu - lífræn verslun. Á horni Óðinsgötu og Spítalastígs hefur athafnakonan Karen Jónsdóttir opnað lífrænt vottaða verslun. Þarna er úrvalið fjölbreytt, eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari. Einnig eru nýbökuð brauð já og bara allt mögulegt. Karen hefur áður komið við sögu á þessu matarbloggi, hún bauð okkur í sumar í heimsókn á fyrsta og eina lífræna kaffihúsið á Íslandi 

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo. Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.