Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017 kartöflur nýuppteknar

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.

Íslenskar kartöflur Bergþór, Albert Kjartan Örn

 

Kristinn Brynjólfsson hefur fest kaup á Kartöflugeymslunum og ætlar þar að opna hönnunar- og listamiðstöð með glæsilegum veitingastað.

Kristinn Brynjólfsson hefur fest kaup á Kartöflugeymslunum og ætlar þar að opna hönnunar- og listamiðstöð með glæsilegum veitingastað.

Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari og Georg Arnar Halldórsson

Kartöflugeymslurnar. Saga geymslnanna nær allt aftur til seinni heimsstyrjaldar, þegar bandaríski flotinn reisti þær í Hvalfirði sem sprengjugeymslur. Eftir styrjöldina, árið 1946, réðst Jóhannes G. Helgason, athafnamaður í Reykjavík, í það þrekvirki að kaupa braggana af hernum og lét flytja þá til Reykjavíkur, en þeir voru sjö talsins. Jóhannes var fæddur í Vík í Mýrdal 1911, fluttist síðar til Reykjavíkur en bjó einnig um tíma erlendis við nám í Frakklandi, Bretlandi og síðar í Bandaríkjunum. Við undirbúning þessara framkvæmda var leitað fanga hjá helstu sérfræðingum um fyrirkomulag og rekstur grænmetisgeymslna í Frakklandi, Bretlandi og á Norðurlöndunum. Enda var hér um að ræða geymslur sem stóðust fyllstu gæðakröfur þess tíma. Braggana gróf Jóhannes síðan allt að 30 metra inn í Ártúnsbrekkuna þannig að einungis framhliðin var sýnileg.

Þótti þetta mjög merkileg framkvæmd á sínum tíma og gjörbreytti möguleikunum á því að geyma kartöflur. Í frétt sem Morgunblaðið skrifaði um þetta framtak og birtist í blaðinu laugardaginn 25. maí 1946 segir “að með jarðhúsunum megi draga úr geymsluskemmdum, og drýgja uppskeruna og á þann hátt spara erlendan gjaldeyri”. Sama dag fjallaði Tíminn einnig um þessa framkvæmd og sagði: “Jarðhús þessi verða að öllu leyti vel úr garði gerð og eins og þau bezt þekkjast erlendis. Þau verða með sjálfvirkum vélum, er tryggja rétt hita- og rakastig fyrir garðávextina.”

Íslenski kartöfludagurinn

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.