Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur - mjúkur og sætur
Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Ofnbakaður heill hvítlaukur – mjúkur og sætur

Hvítlaukur er sko ekki sama og hvítlaukur. Hvítlaukur bakaður í ofni verður sætur og mjög mjúkur. Hann má svo nota að vild í alla þá rétti sem hvítlaukur er góður í. Ofnbakaður hvítlaukur er hreinasta sælgæti.

HVÍTLAUKUR

.

Ferskur laukur og hvítlaukur

Aðferðin er einföld: Skerið ofan af hvítlauknum, setjið í lítið eldfast form eða á álpappír. Setjið eina matskeið af ólífuolíu yfir hvern hvítlauk. Lokið með álpappír og bakið í ofni í um 35 mín á 170°C.

Skerið ofan af hvítlauknum, setjið í lítið eldfast form eða á álpappír. Setjið eina matskeið af ólífuolíu yfir hvern hvítlauk. Lokið með álpappír og bakið í ofni í um 35 mín á 170°C.

Annars er frekar auðvelt að rækta hvítlauk í potti; Takið hvítlauksgeira og stingið í mold þannig að hún rétt hylji efst á hverjum geira (mjói endinn upp). Eftir nokkra daga koma upp fagurgræn grös sem má klippa af og nýta í matinn.

Það er líka hægt að rækta hvítlauk utandyra. Hann má setja í potta eða beint í blómabeð að vori. Til þess að hann skipti sér í geira þarf að setja niður hvítlauksgeira að hausti. Þegar ég var með franska kaffihúsið á Fáskrúðsfirði setti ég gjarnan niður hvítlauksgeira að hausti. Einhverju sinni var ég í miklum sláttuham og sló öll græn strá sem ég sá og þar á meðal hvítlaukinn. Þá kom dásamleg hvítlauksilmur af nýslegna grasinu….

🧄

— OFNBAKAÐUR HEILL HVÍTLAUKUR —

🧄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Trufflur með hampfræjum

Trufflur með hampfræjum. Það er einkar ljúffengt að fá lítinn bita með góðum kaffibolla að lokinni máltíð. Hampfræ eru uppfullar af próteini og teljast ofurfæða

Fyrri færsla
Næsta færsla