Piparkökumuffins og Kókoskúlur

 

Kókoskúlurnar af Engjaveginum GLÚTENLAUST bjarney ingibjörg ísafjörður muffins piparkökumuffins múffur
Kókoskúlurnar af Engjaveginum

Eftir að Bjarney Ingibjörg greindist með glútenóþol hefur hún þurft að aðlaga og búa til nýjar kökuuppskriftir sérstaklega þegar ekki er lengur hægt að smakka „allar sortirnar”. „Ég hef reynt að gera glútenlausar piparkökur en það hefur ekki tekist svo ég endaði á að prufa að gera möffins og fá þannig hinn ómissandi piparkökuilm í húsið. Þær hafa lukkast vel, eru mjúkar og bragðmiklar.” segir Bjarney Ingibjörg á Ísafirði.

.

BJARNEY INGIBJÖRGKÓKOSKÚLURMUFFINSPIPARKÖKURGLÚTENLAUST

.

Bjarney Ingibjörg með vetrarsúpu í potti og á borðinu er kókosterta

Kókoskúlurnar af Engjaveginum

Þessi uppskrift hefur fylgt Bjarneyju og fjölskyldunni frá því hún var barn „við gerum þetta alltaf fyrir hver einustu jól. Hér sameinast stórir sem smáir því allir geta gert kúlur og velt upp úr kókosmjölinu. Ég gef upp einfalda uppskrift en vanalega vegna mikilla vinsælda þá hefur hún iðulega verið margfölduð allt að fjórum sinnum. Ellý og Vilhjálmur syngja jólalögin á fóninum skapar svo réttu stemminguna 😊”

Kókoskúlurnar af Engjaveginum

125 g haframjöl
100 g smjörlíki/smjör
100 g púðusykur
1 kúfull msk kakó
1-2 msk kaffi
1 msk vanilludropar.

Kókosmjöl eftir þörfum
Öllu hnoðað saman í vél. Gerðar eru kúlur sem velt er upp úr kókosmjöli. Best geymdar í kæli.

Piparkökuuppskrift, þessi uppskrift gerir 12 kökur.

Glútenlausar pipakökumöffins

2 egg
1 bolli púðursykur
¼ bolli brætt smjör
1 tsk vanilla
1 kúfull tsk kanill
1 kúfull tsk negull
½ tsk pipar
1 ½ tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 ¼ bolli mjólk að eigin vali
1 msk eplaedik
2 bollar glútenlaust hveiti.

Þeytið saman egg og sykur þar til orðið létt og ljóst
Bræðið smjör – látið kólna aðeins
Vanilla, kanill, negull, og pipar hrært út í eggin og sykurinn.
Bætið lyftidufti og matarsóda við og hrærið saman
Hellið því næst öllum vökva saman við, smjöri, mjólk og eplaediki og hrærið varlega.
Að lokum er hveitinu bætt við. Gæta þarf þess þegar unnið er með glútenlaust hveiti að hræra ekki of mikið því þá fer léttleikinn úr deiginu og kökurnar verða flatar og harðar. Ef þið sleppið edikinu verða kökurnar ólystugar, harðar og fara í ruslið.

Setjið í möffinsform og bakið við 175° í 25 – 30 mínútur.

.

BJARNEY INGIBJÖRGKÓKOSKÚLURMUFFINSPIPARKÖKURGLÚTENLAUST

PIPARKÖKUMUFFINS OG KÓKOSKÚLUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.