Auglýsing

Óvænt steypiboð – Baby shower og extra góð terta Baby shower, steypiboð terta, Hulda Steinunn, Ástrós, Vilborg, Sandra Dís, Birgitta Dögg, Íris Eva sem heldur á Eiríki Ægi, Rannveig, Brynja, Jóhanna, Árdís, Gerða og Laufey

Frá vinstri: Hulda Steinunn, Ástrós, Vilborg, Sandra Dís, Birgitta Dögg, Íris Eva sem heldur á Eiríki Ægi, Rannveig, Brynja, Jóhanna, Árdís (mamma Jóhönnu), Gerða og Laufey.

Óvænt steypiboð – Baby shower. Vinkonur Jóhönnu Sigríðar héldu óvænt steypiboð (Baby shower) fyrir hana. Gaman að fá að vera fluga á vegg og upplifa eftirvæntinguna þegar von var á unga parinu, þögnina þegar enginn mátti segja orð á meðan þau komu inn í íbúðina og svo þegar vinkonurnar kölluðu SURPRISE! þegar Jóhanna og Jens komu inn.

Óvænt steypiboð – Baby shower og extra góð terta

Steypiboð er íslenska þýðingin á babyshower, boði sem er haldið til að fagna væntanlegri komu barns í heiminn. Móðirin er þá komin „á steypirinn“ og svo minnir orðið á steypibað (sturtu), s.s. tenging við enska orðið.

Steypiboðstertan terta kaka baby shower cake

Steypiboðstertan. Það þarf ekki alltaf að flækja málin, vel má bjarga sér á pakkatertum eins og frá Betty Crocker eins og gert er hér.Saltkaramellusmjörkrem, sem er alveg himneskt, á milli, á hliðarnar og ofan á. Ofan á það fór svo bleikt súkkulaði frá Allt í köku.

Steypiboðstertan

1 pk Betty Crocker súkkulaðiterta. Bökuð eftir upplýsingum á pakkanum

Saltkaramellu-smjörkrem

½ bolli púðursykur

½ bolli smjör

2 msk sýróp

½ bolli rjómi (fer eftir smekk)

1 klípa gróft salt

1 bolli smjör, mjúkt

2 bollar flórsykur

1 msk vanillusykur

Karamella – Bræðið púðursykur, smjör og sýróp í potti á meðalhita, þar til blandan fer að sjóða. Hrærið í nokkrar mín og látið kólna. Blandið salti og rjóma saman við í smá skömmtum.
Þeytið smjör, flórsykur og vanillusykur saman þar til blandan verður ljós. Blandið karamellu smám saman við smjörkremið. 
Hægt að geyma smá karamellu til að skreyta kökuna.

Bakið kökuna í 23,5 cm formi. Látið kólna.

Útbúið tvöfalda uppskrift af kreminu. Skerið tertubotninn í tvennt, setjið krem á annan botnin, hinn botninn ofan á og loks krem ofan á og á hliðarnar.

Bræðið bleika súkkulaðið, hrærið saman við ca msk. af kókosolíu. Smyrjið þessu yfir kökuna, yfir kremið.

Skreytið hliðarnar með Kit Kat.

Vinkonurnar biðu hljóðar þangað til Jóhanna og Jens komu inn, þá stukku þær fram og kölluðu: SURPRISE!

Auglýsing