Þjóðlegt með kaffinu á Ísafirði

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir á Ísafirði ísafjörður hveitikökur Pönnukökuterta með valhnetufyllingu Guðfinna og Jóna Símonía ísafjörður Kaldur brauðréttur, KALDUR BRAUÐRÉTTUR MEÐ RÆKJUM rækjur pönnukökuterta, pönnukökukaka með valhnetufyllingu hveitikökur og skyrterta úlfar á þremur frökkum
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir á Ísafirði

Þjóðlegt með kaffinu á Ísafirði

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir á Ísafirði hafa verið ötular að halda utan um þjóðlegt kaffimeðlæti og gefið út tvær uppskriftabækur; Þjóðlegt með kaffinu og Þjóðlegar hnallþórur. Á sumrin reka þær kaffihús í litlu fallegu félagsheimili í Ögri í Ísafjarðardjúpi.

ÍSAFJÖRÐURÍSLENSKTTERTURPÖNNUKÖKURSKYRTERTURÞJÓÐLEGT MEÐ KAFFINUBRAUÐRÉTTIRJÓNA SÍMONÍAGUÐFINNA HREIÐARSDHVEITIKÖKUR

.

Skyrterta Úlfars á Þremur frökkum

Skyrterta Úlfars á Þremur frökkum

Botn
120 g hafrakex
3 msk smjör brætt
Myljið hafrakexið í matvinnsluvél og bætið smjörinu út í. Smyrjið 25 cm lausbotna form eða smelluform með olíu og stráið sykri innan í það.

fylling
9 matarlímsblöð
2 egg
3 eggjarauður
200 g sykur
5 dl rjómi
1 kg Askaskyr (óhrært skyr)
1 msk vanilludropar
1 dl vatn

Leggið matarlímið í bleyti í svolitlu köldu vatni.
Hrærið egg, eggjarauður og sykur saman í hrærivél þar til þetta er orðið ljóst og létt (u.þ.b. 10 mín.).
Hrærið rjómann, skyrið og vanilludropana vel saman á meðan.
Hitið vatnið að suðu, kreistið kalda vatnið úr matarlíminu, setjið það út í heita vatnið og látið það leysast upp.
Minnkið hraðann á hrærivélinni og hellið matarlímsblöndunni rólega út í eggjablönduna.
Blandið að endingu skyrblöndunni saman við og hellið þessu yfir botninn í forminu.
Látið stífna alveg áður en hjúpnum er hellt yfir.

Hjúpur
50 ml Grenadine
50 ml Crème de Cassis líkjör
50 ml vatn
1 1/2 matarlímsblað

Leggið matarlímið í bleyti í svolitlu köldu vatni. Hitið Grenadine, líkjörinn og vatni saman í potti. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og leysið matarlímið upp í vínblöndunni.
Látið kólna niður í a.m.k. 35°C og hellið ofan á kökuna.

Einnig má nota appelsínusafa í hjúpinn:
2 dl appelsínusafi
2 matarlímsblöð

Losið tertuna úr forminu og berið gjarnan fram með berja- eða ávaxtasósum og etv. þeyttum rjóma.

🇮🇸

Pönnukökuterta með valhnetufyllingu

Pönnukökuterta með valhnetufyllingu

Pönnukökur:

300 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
2 msk flórsykur
1/3 tsk salt
420 ml mjólk
250 ml rjómi
½ tsk vanilludropar
125 gr brætt smjör

Blandið þurrefnunum saman í skál – hrærið saman restinni af hráefnunum og blandið í þurrefnin. Bakið pönnukökurnar á miðlungs hita – þær eiga að vera gullnar á lit. Haldið þeim heitum á meðan á bakstrinum stendur.

Fyllingin:

375 gr valhnetur – rista á pönnu
330 ml rjómi
165 gr flórsykur
2 tsk fínn rifinn appelsínubörkur – eða notið mulinn
3 msk dökkt romm
1 tsk skyndikaffi
1 tsk kanill – má vera meira ef fólki finnst kanill góður!

Ristið hneturnar – malið 1 bolla af þeim í matvinnsluvél og saxið restina fínt. Setjið þær í pott og blandið restinni af hráefnunum í. Látið suðuna koma upp – lækkið hitann og látið malla í 10 mín. Haldið svo heitu.

Kremið:

170 ml rjómi
100 gr suðusúkkulaði
50 gr mjólkursúkkulaði
¼ tsk maisenamjöl

Hitið rjómann og bætið svo súkkulaðinu í – hrærið vel þar til súkkulaðið er bráðið. Setjið mjölið í tsk af vatni og hrærið saman við – setjið á hellu á meðalhita og látið malla í 5 mín.

Kakan er sett saman þannig að ca. 2 msk af fyllingunni er sett á milli pönnukaka uns fyllingin er búin – endið á pönnuköku án fyllingar. Hellið svo kreminu yfir – gott að hella svona helmingnum og bera restina fram í skál með – og svo er bara að bera fram með þeyttum rjóma og njóta. Kökuna má líka bera fram kalda en best er að setja hana þá saman meðan allt er heitt og láta hana svo kólna.

🇮🇸

Hveitikökur

HVEITIKÖKUR

4 b hveiti
3 msk sykur
4 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 egg
mjólk (má vera súr)

Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið svo eggjum og mjólk saman við. Hnoðið deigið þar til það er stíft en gætið þess að það verði ekki þurrt. Fletjið út og skerið kringlóttar kökur (mega ekki vera of þykkar), pikkið þær með gafli og bakið á pönnu við miðlungshita. Bragðast vel með smjöri eingöngu en líka með alls konar áleggi, t.d. reyktum rauðmaga.

🇮🇸

Páll, Guðfinna og Jóna Símonía
Kaldur brauðréttur með rækjum. Uppskriftin er úr matreiðslukveri sem Lionessur á Akranesi gáfu út fyrir löngu síðan.

Kaldur brauðréttur með rækjum

400 g mæjónes
1 dós sýrður rjómi (180 g)
1½ dl kurlaður ananas, safinn sigtaður frá

Öllu blandað vel saman og skipt í tvo jafna hluta.

Í hluta 1:
250 g rækjur

Í hluta 2:
½ agúrka, söxuð smátt
1 græn paprika, söxuð smátt
½ púrrulaukur, saxaður smátt

½ franskbrauð, niðurtætt

Setjið hluta 1 í grunnt og vítt form. Dreifið franskbrauðinu jafnt yfir og setjið síðan hluta 2 ofan á og jafnið vel út. Látið bíða í ísskáp yfir nótt þannig að það blotni vel í brauðinu. Skreytið að vild áður en brauðrétturinn er borinn fram.

🇮🇸

Bollarnir voru gerðir fyrir hálfrar aldar afmæli Ísafjarðarkaupstaðar árið 1966
Kaldur brauðréttur, pönnukökuterta, hveitikökur og skyrterta
Þjóðlegar hnallþórur og Þjóðlegt með kaffinu

🇮🇸

ÍSAFJÖRÐURÍSLENSKTTERTURPÖNNUKÖKURSKYRTERTURÞJÓÐLEGT MEÐ KAFFINUBRAUÐRÉTTIRJÓNA SÍMONÍAGUÐFINNA HREIÐARSDHVEITIKÖKUR

— ÞJÓÐLEGT MEÐ KAFFINU Á ÍSAFIRÐI —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.