Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum möndlur steiktur þorgrímsstaðir heiðarvatn breiðdalur
Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Í sumarvinnu minni hef ég vitjað reglulega um silunganet og matreitt nýveiddan silung daglega fyrir hótelgesti. Þessi aðferð fannst mér best og eiga mjög vel við silunginn. Stundum setti ég nokkrar rúsínur á pönnuna áður en ég bar herlegheitin fram.

FISKUPPSKRIFTIR — SILUNGURFISKUR Í OFNI

.

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

silungur

góð olía

salt og pipar

möndluflögur

dill og lime til skrauts

Flakið silunginn og skerið í bita. Hitið olíuna á pönnu og steikið silunginn á roðhliðinni þangað til hann er gegnum steiktur. Ekki snúa honum við. Þið sjáið á fisknum hvnær hann er gegnumsteiktur.

Þurristið möndluflögur á pönnu og stráið yfir silunginn þegar hann er tilbúinn. Skreytið með dilli og lime.

Nýveiddur silungur

.

FISKUPPSKRIFTIR — SILUNGURFISKUR Í OFNI

— PÖNNUSTEIKTUR SILUNGUR MEÐ MÖNDLUFLÖGUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum. Nú er tími lerkisveppanna. Samkvæmt mínum heimildum er aðeins hægt að fá ferska íslenska lerkisveppi í einni búð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fást í Matarbúri Kaju á Óðinsgötu - og fást líka þurrkaðir þar. Lerkisveppir eru mjög bragðgóðir.

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu. Á Gestgjafaárum mínum fannst mér skemmtilegast að fara í matarboð og skrifa um þau. Eitt af eftirminnilegri matarboðum var hjá nýlega stofnuðum strákamatarklúbbi sem kallaði sig Flottræfilsfélagið, gáskafullir ungir menn sem létu greinilega allt flakka þegar þeir hittust. Auk þess að hittast til skiptis hver hjá öðrum fara þeir stundum út að borða saman og smakka vín og annað skemmtilegt. Orri Huginn er leiðtogi hópsins þegar kemur að því að finna uppskriftir og prófa. Hann tók vel í að kalla piltana saman og halda enn eitt glæsimatarboðið og Bragi tók myndirnar.