Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum möndlur steiktur þorgrímsstaðir heiðarvatn breiðdalur
Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

Í sumarvinnu minni hef ég vitjað reglulega um silunganet og matreitt nýveiddan silung daglega fyrir hótelgesti. Þessi aðferð fannst mér best og eiga mjög vel við silunginn. Stundum setti ég nokkrar rúsínur á pönnuna áður en ég bar herlegheitin fram.

FISKUPPSKRIFTIR — SILUNGURFISKUR Í OFNI

.

Pönnusteiktur silungur með möndluflögum

silungur

góð olía

salt og pipar

möndluflögur

dill og lime til skrauts

Flakið silunginn og skerið í bita. Hitið olíuna á pönnu og steikið silunginn á roðhliðinni þangað til hann er gegnum steiktur. Ekki snúa honum við. Þið sjáið á fisknum hvnær hann er gegnumsteiktur.

Þurristið möndluflögur á pönnu og stráið yfir silunginn þegar hann er tilbúinn. Skreytið með dilli og lime.

Nýveiddur silungur

.

FISKUPPSKRIFTIR — SILUNGURFISKUR Í OFNI

— PÖNNUSTEIKTUR SILUNGUR MEÐ MÖNDLUFLÖGUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂