Auglýsing

Vortónleikar Kvennakór Ísafjarðar ísafjörður

Vortónleikar Kvennakórs Ísafjarðar 14. maí 2023 kl. 16

Kvennakór Ísafjarðar er nýkominn heim af Landsmóti íslenskra kvennakóra.
Þar flutti kórinn tvö lög eftir ísfirska höfunda í Eldborgarsal Hörpu við góðar undirtektir.
Kórinn söng með öðrum kórum í smiðju þar sem sungin voru þekkt karlakóralög og að lokum sungu allar 450 konurnar sem á landsmótinu voru saman tvö lög.

Á næsta söngári stefnir kórinn á að fara og syngja út fyrir landsteinanna.

Auglýsing

 

Vortónleikar Kvennakórs Ísafjarðar 14. maí 2023

Stjórnandi Bergþór Pálsson
Píanóleikari Judy Tobin

Hvítu mávar
Erl. lag / Björn Bragi Magnússon. Útsetning Vilberg Viggósson

Vegir liggja til allra átta
Sigfús Halldórsson / Indriði G. Þorsteinsson

Heyr mína bæn
Nicola Salerno / Ólafur Gaukur

Við gengum tvö
Friðrik Jónsson / Valdimar Hólm Hallstað

Í rökkurró
The Three Suns / Jón Sigurðsson

Um vor
Svanhildur Garðarsdóttir

Ljúfsár (Ég er feimið fjall)
Vilberg Vilbergsson / Egill Ólafsson

Gott að sjá þig
Halldór Smárason / Stígur Berg Sophusson

Góða ferð
Jimmy Fontana / Jónas Friðrik

Þín innsta þrá
Rocco Granata / Jóhanna G. Erlingsson

Ég bið að heilsa
Ingi T. Lárusson / Jónas Hallgrímsson

Þú álfu vorrar yngsta land
Sigfús Einarsson / Hannes Hafstein

Brennið þið vitar
Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson

— — —

Kvennakór Ísafjarðar var stofnaður í ágúst 2006 og starfaði fyrstu árin undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Fyrstu tónleikar kórsins voru jólatónleikar í desember 2006 og þar sungu 25 konur með kórnum. Frá stofnun kórsins hafa verið haldnir tónleikar að hausti og að vori. Í nokkur skipti hafa tónleikarnir verið í samstarfi við aðra kóra og einnig hefur fjölmargt tónlistarfólk, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar, tekið þátt á tónleikum kórsins.

Kvennakór Ísafjarðar söng með á kóramóti í Mývatnssveit vorið 2007 og 2009, á Selfossi 2011 og á Akureyri 2014. Haustið 2016 fór kórinn til Salzburg þar sem haldnir voru tónleikar í samstarfi við kór heimamanna, auk þess sem Kaufering, vinabær Ísafjarðar í Þýskalandi, var heimsóttur. Kvennakór Ísafjarðar hélt Landsmót íslenskra kvennakóra á Ísafirði í maí 2017. Þá stökk Beata Joó inn sem kórstjóri í forföllum Bjarneyjar Ingibjargar.

Haustið 2017 tók Beata Joó við stjórn kórsins og undir hennar stjórn fór kórinn á kóramót í Pezaro á Ítalíu í maí 2019 og kom heim með verðlaun úr tveimur flokkum úr þeirri ferð.

Haustið 2019 tók Dagný Arnalds við sem kórstjóri og stjórnaði hún kórnum í einn vetur, til vors 2020. Kórinn náði að halda jólatónleika undir stjórn Dagnýjar en starfið á vorönninni var háð Covid-takmörkunum og því lítið hægt að gera, samt sem áður héldust æfingar gangandi á Zoom á meðan á þessu tímabili stóð.

Haustið 2020 tók Beata Joó aftur við sem kórstjóri og undir hennar stjórn réðst kórinn í upptökur á 6 lögum vorið 2021 sem hægt er að nálgast á Spotify.

Haustið 2021 tók Bergþór Pálsson við sem stjórnandi kórsins og fórum við á landsmótið 2023 undir styrkri stjórn hans.

— — —

Kórkonur eru ekki bara þekktar fyrir fagran söng og skemmtilega tónleika, veislurnar þeirra eru með þeim glæsilegri sem sést hafa. HÉR eru nokkur dæmi.

— — —

Kvennakór Ísafjarðar í Hörpu á Landsmóti íslenskra kvennakóra.