Vortónleikar Kvennakórs Ísafjarðar 14. maí 2023 kl 16

Vortónleikar Kvennakór Ísafjarðar ísafjörður

Vortónleikar Kvennakórs Ísafjarðar 14. maí 2023 kl. 16

Kvennakór Ísafjarðar er nýkominn heim af Landsmóti íslenskra kvennakóra.
Þar flutti kórinn tvö lög eftir ísfirska höfunda í Eldborgarsal Hörpu við góðar undirtektir.
Kórinn söng með öðrum kórum í smiðju þar sem sungin voru þekkt karlakóralög og að lokum sungu allar 450 konurnar sem á landsmótinu voru saman tvö lög.

Á næsta söngári stefnir kórinn á að fara og syngja út fyrir landsteinanna.

 

Vortónleikar Kvennakórs Ísafjarðar 14. maí 2023

Stjórnandi Bergþór Pálsson
Píanóleikari Judy Tobin

Hvítu mávar
Erl. lag / Björn Bragi Magnússon. Útsetning Vilberg Viggósson

Vegir liggja til allra átta
Sigfús Halldórsson / Indriði G. Þorsteinsson

Heyr mína bæn
Nicola Salerno / Ólafur Gaukur

Við gengum tvö
Friðrik Jónsson / Valdimar Hólm Hallstað

Í rökkurró
The Three Suns / Jón Sigurðsson

Um vor
Svanhildur Garðarsdóttir

Ljúfsár (Ég er feimið fjall)
Vilberg Vilbergsson / Egill Ólafsson

Gott að sjá þig
Halldór Smárason / Stígur Berg Sophusson

Góða ferð
Jimmy Fontana / Jónas Friðrik

Þín innsta þrá
Rocco Granata / Jóhanna G. Erlingsson

Ég bið að heilsa
Ingi T. Lárusson / Jónas Hallgrímsson

Þú álfu vorrar yngsta land
Sigfús Einarsson / Hannes Hafstein

Brennið þið vitar
Páll Ísólfsson / Davíð Stefánsson

— — —

Kvennakór Ísafjarðar var stofnaður í ágúst 2006 og starfaði fyrstu árin undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Fyrstu tónleikar kórsins voru jólatónleikar í desember 2006 og þar sungu 25 konur með kórnum. Frá stofnun kórsins hafa verið haldnir tónleikar að hausti og að vori. Í nokkur skipti hafa tónleikarnir verið í samstarfi við aðra kóra og einnig hefur fjölmargt tónlistarfólk, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar, tekið þátt á tónleikum kórsins.

Kvennakór Ísafjarðar söng með á kóramóti í Mývatnssveit vorið 2007 og 2009, á Selfossi 2011 og á Akureyri 2014. Haustið 2016 fór kórinn til Salzburg þar sem haldnir voru tónleikar í samstarfi við kór heimamanna, auk þess sem Kaufering, vinabær Ísafjarðar í Þýskalandi, var heimsóttur. Kvennakór Ísafjarðar hélt Landsmót íslenskra kvennakóra á Ísafirði í maí 2017. Þá stökk Beata Joó inn sem kórstjóri í forföllum Bjarneyjar Ingibjargar.

Haustið 2017 tók Beata Joó við stjórn kórsins og undir hennar stjórn fór kórinn á kóramót í Pezaro á Ítalíu í maí 2019 og kom heim með verðlaun úr tveimur flokkum úr þeirri ferð.

Haustið 2019 tók Dagný Arnalds við sem kórstjóri og stjórnaði hún kórnum í einn vetur, til vors 2020. Kórinn náði að halda jólatónleika undir stjórn Dagnýjar en starfið á vorönninni var háð Covid-takmörkunum og því lítið hægt að gera, samt sem áður héldust æfingar gangandi á Zoom á meðan á þessu tímabili stóð.

Haustið 2020 tók Beata Joó aftur við sem kórstjóri og undir hennar stjórn réðst kórinn í upptökur á 6 lögum vorið 2021 sem hægt er að nálgast á Spotify.

Haustið 2021 tók Bergþór Pálsson við sem stjórnandi kórsins og fórum við á landsmótið 2023 undir styrkri stjórn hans.

— — —

Kórkonur eru ekki bara þekktar fyrir fagran söng og skemmtilega tónleika, veislurnar þeirra eru með þeim glæsilegri sem sést hafa. HÉR eru nokkur dæmi.

— — —

Kvennakór Ísafjarðar í Hörpu á Landsmóti íslenskra kvennakóra.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.