Auglýsing
Madhur Jeffrey - Indverskur kjúklingur engifer INDLAND NAAN kjúlli
Madhur Jaffrey – indverskur kjúklingur

Madhur Jaffrey – indverskur kjúklingur

Vel sterkur réttur sem fær fólk til að svitna. Að vísu átti ég aðeins eitt rautt chili sem var látið duga. Súpergóður réttur borinn fram með naanbrauði og hrísgrjónum.

INDLANDKJÚKLINGURNAAN

.

Madhur Jaffrey – indverskur kjúklingur

6 kjúklingalæri

3 laukar

10 hvítlauksrif

engifer 3 cm

túrmerik

1 dós jógúrt

1 1/2 tsk salt

ferskt kóríander

3-6 (græn)chili

ferskt dill

Maukið hvítlauk, engifer og túrmerik með svolitlu vatni í matvinnsluvél
Skerið lauk í hálfhringi, brúnið. Setjið kjúklingalærin út í og steikið. Þá er maukið sett út í og leyft að taka sig.
Blandið jógúrt út í ásamt salti og látið malla í 15-20 mín.
Maukið heila lúku af kóríanderlaufum og 3-6 græn chili (eftir smekk) ásamt svolitlu vatni.
Þegar kjúklingurinn er að verða tilbúinn er þessu mauki bætt út í. Soðið í nokkrar mínútur enn.
Að lokum er væn lúka af fersku dilli klippt út á og borið fram með hrísgrjónum, naanbrauði.

Gúrku-raita:

2 b jógúrt
1 gúrka, skorin eftir endilöngu, fræ tekin úr með skeið, rifin
½ b mintulauf (geymið til að skreyta með)
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk kúmmínfræ, ristuð á þurri pönnu í nokkrar sekúndur (eða ½ tsk kúmmínduft)
½ tsk kosher salt

.

INDLANDKJÚKLINGURNAAN

— MADHUR JAFFREY KJÚKLINGUR —

.

Auglýsing