
Vallanesshjónabandssæla
Byggflögur eru skemmtilegt hráefni í bakstur en þær má nota með sama hætti og hafra í nær alla matseld. Bygg hefur ákveðna bragðeiginleika og gefur hjónabandssælunni skemmtilega stökka áferð. Hér er meira um Vallanes – Móðir Jörð
— MÓÐIR JÖRÐ — VEGAN — GRÆNMETI — HJÓNABANDSSÆLUR — BYGG —
.
Vallanesshjónabandssæla
1 bolli byggflögur
1/2 bolli hveiti
1/2 bolli hrásykur (má líka nota púðursykur)
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
100g smjör
1 lítið egg
Rabarbara og/eða bláberjasulta (eða önnur eða blanda af sultum eftir smekk)
Blandið öllu saman og þjappið ca 80% af deiginu vel í botn á nettu hringlaga formi. Smyrjið góðu lagi af sultu ofan á og myljið restina af deiginu yfir. Bakið við 180 g í 20-25 mínútur. Verði ykkur að góðu !

–
— MÓÐIR JÖRÐ — VEGAN — GRÆNMETI — HJÓNABANDSSÆLUR — BYGG —
—