Rjómapönnukökur – þjóðlegar og góðar
Segja má að pönnukökur eigi alltaf við, hvort sem um er að ræða upprúllaðar pönnsur eða rjómapönnukökur.
Það kemur fyrir á bestu bæjum að deigið festist við pönnuna. Ágætt ráð við því er að setja olíu á pönnuna og hita vel, mjög vel. Skafa síðan það sem brann við með pönnukökuspaðanum og þurrka yfir með eldhúspappír. Já og svo má ekki þvo pönnukökupönnur með sápuvatni.
🇮🇸
— PÖNNUKÖKUR — KAFFIMEÐLÆTI — BLÁBERJASULTA — ÞJÓÐLEGT — RABARBARASULTA — ÍSLENSKT —
🇮🇸
Rjómapönnukökur
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 msk (púður)sykur
1/3 tsk salt
1 tsk vanilla
6-7 dl (soya)mjólk jafnvel meira (deigið á að vera þunnt)
2 egg
2-3 msk olía eða brætt smjörlíki
Blandið saman þurrefnum í skál og vætið í með mjólkinni. Bætið eggjum saman við hræruna og að síðustu er olíunni bætt út í. Steikið á vel heitri pönnukökupönnu.
Látið kólna, setjið sultu (rabarbarasultu eða bláberjasultu) og þeyttan rjóma inní, lokið og bjóðið í kaffi 🙂
🇮🇸
— PÖNNUKÖKUR — KAFFIMEÐLÆTI — BLÁBERJASULTA — RABARBARASULTA — ÍSLENSKT —
🇮🇸 🇮🇸