Rjómapönnukökur – þjóðlegar og góðar

Rjómapönnukökur - þjóðlegar og góðar. Segja má að pönnukökur eigi alltaf við, hvort sem um er að ræða upprúllaðar pönnsur eða rjómapönnukökur. Rjómapönnukökur pönnukökur með rjóma. Sulta rjómi pönnsur upprúllaðar sykur sykri Halldóra Eiríksdóttir deigið brennur við pönnukökupönnuna festist við pönnuna má þvo pönnukökupönnu
Pönnukökur eigi alltaf við – upprúllaðar eða rjómapönnukökur

Rjómapönnukökur – þjóðlegar og góðar

Segja má að pönnukökur eigi alltaf við, hvort sem um er að ræða upprúllaðar pönnsur eða rjómapönnukökur.

Það kemur fyrir á bestu bæjum að deigið festist við pönnuna. Ágætt ráð við því er að setja olíu á pönnuna og hita vel, mjög vel. Skafa síðan það sem brann við með pönnukökuspaðanum og þurrka yfir með eldhúspappír. Já og svo má ekki þvo pönnukökupönnur með sápuvatni.

🇮🇸

— PÖNNUKÖKURKAFFIMEÐLÆTI — BLÁBERJASULTAÞJÓÐLEGTRABARBARASULTAÍSLENSKT

🇮🇸

Rjómapönnukökur

250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 msk (púður)sykur
1/3 tsk salt
1 tsk vanilla
6-7 dl (soya)mjólk jafnvel meira (deigið á að vera þunnt)
2 egg
2-3 msk olía eða brætt smjörlíki

Blandið saman þurrefnum í skál og vætið í með mjólkinni. Bætið eggjum saman við hræruna og að síðustu er olíunni bætt út í. Steikið á vel heitri pönnukökupönnu.

Látið kólna, setjið sultu (rabarbarasultu eða bláberjasultu) og þeyttan rjóma inní, lokið og bjóðið í kaffi 🙂

🇮🇸

— PÖNNUKÖKURKAFFIMEÐLÆTI — BLÁBERJASULTARABARBARASULTAÍSLENSKT

— ÍSLENSKAR RJÓMAPÖNNUKÖKUR —

🇮🇸  🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hampmjólk

Hampmjólk. Sú var tíð að flestir á þessu landi trúðu því að við kæmumst ekki af án kúamjólkur. Gamla tuggan um að við yrðum að drekka mjólk til að fá kalk á ekki við lengur því nú vitum við að til eru mjög margir kalkgjafar sem eru betri en kúamjólk.

ADHD og ADD og MATUR

ADHD og ADD og MATUR. Athyglisbrestur (ADD) og athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) hafa verið gríðarlega vaxandi vandamál í Vestrænum samfélögum og er nú svo komið að talið er að allt frá 5 og upp í 15% barna eru talin vera með einkenni þessara raskana. Tíu sinnum fleiri drengir eru greindir með þessa kvilla heldur en stúlkur

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Pavlova

Pavlova

Pavlova. Alloft er einfalt það besta og Pavlova er sérlega einföld og auðveld. Í grunninn samanstendur hún af marensbotni, þeyttum rjóma og ávöxtum. Til er fjöldinn allur af uppskriftum, en yfirleitt finnst mér alltof mikið af sykri í þeim. Það er aldrei notalegt þegar munnurinn verður loðinn af sykri. Ég prófaði mig því áfram og niðurstaðan varð þessi.