Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta páskaterta skyr rjómi
Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta

Til fjölda ára hefur skapast sú hefð hér á bæ að baka páskatertu, nýja tertu á hverjum páskum. Að þessu sinni er tertan skyrterta sem ekki þarf að baka, aðeins kæla. Vel er hægt að útbúa skyrtertuna kvöldið áður en hún er borðuð og geyma hana í ísskáp. Svo er fín tilbreyting að nota engiferkex í botninn á skyr- og ostatertum.

SKYRTERTURPÁSKATERTUR — JARÐARBER

.

Jarðarberjaskyrterta

1 pk engiferkexkökur

70 g smjör

2 msk olía

1/3 tsk salt

Fylling

1 stór dós jarðarberjaskyr

3 dl rjómi

2 b fersk jarðarber, söxuð gróft

Botn: Bræðið saman smjör og olíu. Myljið engiferkexið í matvinnsluvél. Blandið smjöri og olíu saman við ásamt salti. Setjið hringinn af litlu kringlóttu formi á tertudisk. þjappið mulda kexinu þar ofan í. Kælið.

Fylling: Stífþeytið rjómann, bætið skyrinu saman við ásamt söxuðu jarðarberjunum.

Setjið á 2-3 msk sítrónusmjöri (lemon curd) ofan á og dreifið úr með gaffli. Kælið í dágóða stund

Páskatertur síðustu ára:

2018 Appelsínutera með smjörkremi

2017 Pistasíu- og granateplaterta

2016 Apríkósuterta

2015 Súkkulaðiterta með viðhöfn

2014 Páskaterta

2013 Daimterta á páskum

2012 Brownies á páskum

.

 — PÁSKATERTURNAR Á ALBERT ELDAR —

— JARÐARBERJASKYRTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans á Fáskrúðsfirði, þótti með færustu læknum á sinni tíð og ferðaðist ítrekað utan að tileinka sér nýjungar í læknavísindum. Til þess var tekið hve mikil reisn og höfðingsskapur var yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu beinustu leið frá Frakklandi og sjálfur þótti húsbóndinn vera holdtekja franskrar menningar á staðnum.

Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart Geiri Smart

Geiri Smart - veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN ... Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.