Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta páskaterta skyr rjómi
Jarðarberjaskyrterta

Jarðarberjaskyrterta

Til fjölda ára hefur skapast sú hefð hér á bæ að baka páskatertu, nýja tertu á hverjum páskum. Að þessu sinni er tertan skyrterta sem ekki þarf að baka, aðeins kæla. Vel er hægt að útbúa skyrtertuna kvöldið áður en hún er borðuð og geyma hana í ísskáp. Svo er fín tilbreyting að nota engiferkex í botninn á skyr- og ostatertum.

SKYRTERTURPÁSKATERTUR — JARÐARBER

.

Jarðarberjaskyrterta

1 pk engiferkexkökur

70 g smjör

2 msk olía

1/3 tsk salt

Fylling

1 stór dós jarðarberjaskyr

3 dl rjómi

2 b fersk jarðarber, söxuð gróft

Botn: Bræðið saman smjör og olíu. Myljið engiferkexið í matvinnsluvél. Blandið smjöri og olíu saman við ásamt salti. Setjið hringinn af litlu kringlóttu formi á tertudisk. þjappið mulda kexinu þar ofan í. Kælið.

Fylling: Stífþeytið rjómann, bætið skyrinu saman við ásamt söxuðu jarðarberjunum.

Setjið á 2-3 msk sítrónusmjöri (lemon curd) ofan á og dreifið úr með gaffli. Kælið í dágóða stund

Páskatertur síðustu ára:

2018 Appelsínutera með smjörkremi

2017 Pistasíu- og granateplaterta

2016 Apríkósuterta

2015 Súkkulaðiterta með viðhöfn

2014 Páskaterta

2013 Daimterta á páskum

2012 Brownies á páskum

.

 — PÁSKATERTURNAR Á ALBERT ELDAR —

— JARÐARBERJASKYRTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauð Boga

Bananabrauð Boga. Svo skemmtilega vildi til að Bogi var nýbúinn að baka bananabrauð þegar við birtumst um daginn. Við mathákarnir tókum hressilega til matar(brauðs) okkar..

Biskupaterta

Biskupaterta

Biskupaterta. Ekki hef ég hugmynd um hvernig nafnið á þessari tertu er tilkomið, en góð er hún. „Alveg óvart“ fór heldur meira af sérrýi en segir í uppskriftinni en tertan varð held ég bara betri við það. Biskupaterta getur verið bæði kaffimeðlæti eða eftirréttur eins og hún var í stórfínu matarboði á dögunum.

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave